Innlent

Vill að laun skerðist séu menn fjarverandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorleifur Gunnlaugsson vill breytingar á greiðslum fyrir fundarsetu. Mynd/ Vilhelm.
Þorleifur Gunnlaugsson vill breytingar á greiðslum fyrir fundarsetu. Mynd/ Vilhelm.
Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hefur lagt fram tillögu í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar þess efnis að laun kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum skerðist ef þeir eru mikið fjarverandi af fundum. Fram kemur í tilkynningu frá Þorleifi að tillögunni hafi verið frestað og bíði afgreiðslu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á sæti í skipulagsráði borgarinnar. Hann hefur mætt á 19 fundi í ráðinu, verið í leyfi frá fundarstörfum á sjö fundum og kallað út varamann á 19 fundum á tímabilinu. Þá fjallaði Vísir um það síðastliðið vor að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, var mikið fjarverandi fundi borgarráðs í aðdraganda landsfundar Samfylkingarinnar og við myndun ríkisstjórnarinnar.

Þrátt fyrir að borgarfulltrúar séu fjarverandi á fundum fá þeir engu að síður greitt fyrir fundasetu. Þessu vill Þorleifur breyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×