Innlent

Bæjarstjóri vill gagnaver

Sigríður Mogensen. skrifar

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar gerir sér vonir um að umsvifamikil gagnaver rísi á auðum lóðum í bænum. Viðræður standa nú yfir við fyrirtækin Greenstone og Títan.

Talsvert er um auð atvinnusvæði í Hafnarfirði, en eins og vgreint var frá í gær í fréttum Stöðvar 2 og Vísi hefur verið mikið um lóðaskil þar á síðustu mánuðum.

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, segir það bjarta stöðunni vera að aðilar séu nú að kalla eftir lóðum og spyrja út í auð atvinnusvæði.

Bærinn sé í viðræðum við tvo stóra aðila varðandi gagnaver.

Um er að ræða Greenstone og Títan, en Greenstone hefur áður gengið frá viljayfirlýsingum við nokkur sveitarfélög um útlutun lóða vegna gagnavera.

Lúðvík segir að báðir aðilar hafi fengið vilyrði fyrir ákveðnum lóðum sem Hafnarfjarðarbær hefur nú tekið frá fyrir starfsemina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×