Tvíhöfði í NFL-deildinni í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 17:41 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Komið er að úrslitaleikjunum í Ameríku- og Þjóðardeildunum en sigurvegarar leikjanna í kvöld mætast í sjálfum úrslitaleiknum, Super Bowl, eftir tvær vikur. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arizona og Philadelphia og svo klukkan 23.30 frá leik Pittsburgh og Baltimore. Vísir fékk Henry Birgi Gunnarsson, sérfræðing Stöðvar 2 Sports um NFL, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins: Arizona Cardinals - Philadelphia Eagles: Fólk trúir því vart enn að þessi tvö lið séu að spila í úrslitum Þjóðardeildar. Arizona aldrei komist í þennan leik áður en Eagles komist oft á undanförnum árum. Enginn átti þó von á því núna en liðið hrökk í gírinn á réttum tíma og hefur verið óstöðvandi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá slátraði Eagles leiknum. Það hefur ekkert að segja í kvöld. Klárlega má búast við Eagles-liðinu mjög sterku en það er nánast ómögulegt að spá í hvernig Arizona mun spila. Liðið byrjaði frábærlega í deildinni en átti herfilegan endasprett og var afskráð. Öllum að óvörum hefur Arizona síðan spilað stórkostlega í úrslitunum og spurning hvað gerist í kvöld. Ef leikstjórnandi Arizona, Kurt Warner, og einn besti útherji deildarinnar, Larry Fitzgerald, ná áfram vel saman er liðið afar skeinuhætt. Eagles-vörnin er aftur á móti að spila frábærlega og veðbankar spá þeim sigri með þremur og hálfu stigi. Hér verður vonandi mikið skorað og klárlega meira en í hinum leiknum. Spái mikilli flugeldasýningu og dramatískum leik sem endar með tíu stiga sigri Eagles, 34-24.Pittsburgh Steelers - Baltimore Ravens: Þetta verður rosaleg rimma með mjög stóru R-i. Þarna mætast tvö bestu varnarlið deildarinnar og aðeins í annað sinn síðan 1970 sem tvö bestu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitaleik deildar. Liðin eru í sama riðli og það er gríðarlegt hatur á milli þeirra. Mikið slegist og djöflast og þetta verður afar líkamlegur leikur með hrikalegum tæklingum. Steelers vann báða leikina í vetur (23-20 og 13-9) á dramatískan hátt. Það verður klárlega dramatík aftur í kvöld. Í fimm af síðustu átta leikjum liðanna hefur munurinn á liðunum verið 6 stig eða minna. Steelers var með bestu vörnina í vetur en Ravens-vörnin hefur verið betri í úrslitakeppninni og er sú vörn sem stelur flestum boltum og refsar hvað mest. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, þarf því að spila af varkárni í kvöld. Steelers-sóknin er klárlega betri en Ravens-sóknin sem er leidd af nýliðanum Joe Flacco. Ravens-sóknin hefur ekkert gert í úrslitakeppninni og það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið sé komið í úrslit Ameríkudeildar. Ravens-sóknin verður að stíga upp í kvöld og mikil pressa verður á nýliðanum Flacco sem mun örugglega fá barsmíðar hjá frábærum varnarmönnum Steelers. Spái frábærum hitaleik þar sem mun sjóða upp úr. Það verður slegist. Ekkert flóknara en það. Þessi leikur fer í framlengingu sem Steelers vinnur, 16-13. Annars stórkostlegt kvöld framundan með leikjum sem venjulega eru skemmtilegri en SuperBowl-leikurinn. Það má bara ekki missa af þessu. Mæli með því að menn birgi sig upp mat og drykk og njóti veislunnar langt fram á nótt. Góða skemmtun. Erlendar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Komið er að úrslitaleikjunum í Ameríku- og Þjóðardeildunum en sigurvegarar leikjanna í kvöld mætast í sjálfum úrslitaleiknum, Super Bowl, eftir tvær vikur. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arizona og Philadelphia og svo klukkan 23.30 frá leik Pittsburgh og Baltimore. Vísir fékk Henry Birgi Gunnarsson, sérfræðing Stöðvar 2 Sports um NFL, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins: Arizona Cardinals - Philadelphia Eagles: Fólk trúir því vart enn að þessi tvö lið séu að spila í úrslitum Þjóðardeildar. Arizona aldrei komist í þennan leik áður en Eagles komist oft á undanförnum árum. Enginn átti þó von á því núna en liðið hrökk í gírinn á réttum tíma og hefur verið óstöðvandi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá slátraði Eagles leiknum. Það hefur ekkert að segja í kvöld. Klárlega má búast við Eagles-liðinu mjög sterku en það er nánast ómögulegt að spá í hvernig Arizona mun spila. Liðið byrjaði frábærlega í deildinni en átti herfilegan endasprett og var afskráð. Öllum að óvörum hefur Arizona síðan spilað stórkostlega í úrslitunum og spurning hvað gerist í kvöld. Ef leikstjórnandi Arizona, Kurt Warner, og einn besti útherji deildarinnar, Larry Fitzgerald, ná áfram vel saman er liðið afar skeinuhætt. Eagles-vörnin er aftur á móti að spila frábærlega og veðbankar spá þeim sigri með þremur og hálfu stigi. Hér verður vonandi mikið skorað og klárlega meira en í hinum leiknum. Spái mikilli flugeldasýningu og dramatískum leik sem endar með tíu stiga sigri Eagles, 34-24.Pittsburgh Steelers - Baltimore Ravens: Þetta verður rosaleg rimma með mjög stóru R-i. Þarna mætast tvö bestu varnarlið deildarinnar og aðeins í annað sinn síðan 1970 sem tvö bestu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitaleik deildar. Liðin eru í sama riðli og það er gríðarlegt hatur á milli þeirra. Mikið slegist og djöflast og þetta verður afar líkamlegur leikur með hrikalegum tæklingum. Steelers vann báða leikina í vetur (23-20 og 13-9) á dramatískan hátt. Það verður klárlega dramatík aftur í kvöld. Í fimm af síðustu átta leikjum liðanna hefur munurinn á liðunum verið 6 stig eða minna. Steelers var með bestu vörnina í vetur en Ravens-vörnin hefur verið betri í úrslitakeppninni og er sú vörn sem stelur flestum boltum og refsar hvað mest. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, þarf því að spila af varkárni í kvöld. Steelers-sóknin er klárlega betri en Ravens-sóknin sem er leidd af nýliðanum Joe Flacco. Ravens-sóknin hefur ekkert gert í úrslitakeppninni og það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið sé komið í úrslit Ameríkudeildar. Ravens-sóknin verður að stíga upp í kvöld og mikil pressa verður á nýliðanum Flacco sem mun örugglega fá barsmíðar hjá frábærum varnarmönnum Steelers. Spái frábærum hitaleik þar sem mun sjóða upp úr. Það verður slegist. Ekkert flóknara en það. Þessi leikur fer í framlengingu sem Steelers vinnur, 16-13. Annars stórkostlegt kvöld framundan með leikjum sem venjulega eru skemmtilegri en SuperBowl-leikurinn. Það má bara ekki missa af þessu. Mæli með því að menn birgi sig upp mat og drykk og njóti veislunnar langt fram á nótt. Góða skemmtun.
Erlendar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira