Erlent

Rússneska keisarafjölskyldan brátt sameinuð

Óli Tynes skrifar
Keisarafjölskyldan fremri röð: Olga,  Nikulás keisari, Anastasía, Alexei, Tatjana. Bakvið þau standa María og Alexandra keisaraynja.
Keisarafjölskyldan fremri röð: Olga, Nikulás keisari, Anastasía, Alexei, Tatjana. Bakvið þau standa María og Alexandra keisaraynja. MYND/AP

Bolsévikkar myrtu keisarafjölskylduna í byltingunni árið 1918. Nikolai keisari Alexandra keisaraynja og börnin Anastasía, Olga, María, Tatjana og Alexei voru öll skotin til bana og fleygt í tvær ómerktar grafir í Jekaterinburg.

Áratugum saman voru á kreiki sögusagnir um að Anastasía hefði komist lifandi frá ódæðinu. Fleiri en ein kona gaf sig út fyrir að vera prinsessan.

Árið 1991 fannst svo gröf með jarðneskum leifum keisarans, keisaraynjunnar og þriggja barna þeirra.

Það voru Anastasía, Olga og Tatíana. Árið 2007 fundust svo tvö lík í annarri gröf skammt frá hinni fyrri.

DNA rannsóknir hafa nú leitt í ljós að þar hvíldu María og Alexei.

Sumarið 1998 voru keisarahjónin og dæturnar þrjár lagðar til hinstu hvíldar í dómkirkju í Sankti Pétursborg.

María og Alexei munu brátt sameinast þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×