Enski boltinn

Cole ætlar ekki að fara frá West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlton Cole í leik með West Ham.
Carlton Cole í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Carlton Cole, leikmaður West Ham, segir að hann ætli ekki að fara frá félaginu á næstunni.

Cole hefur átt frábæru gengi að fagna með West Ham að undanförnu og hefur verið orðaður við lið á borð við Liverpool, Manchester United og Tottenham.

Hann er nú reyndar frá vegna hnémeiðsla en stefnir að því að ná heilsu sem fyrst og spila áfram með West Ham.

„Þetta er bara í blöðunum og ég ef ekkert heyrt meira um að ég sé á förum. Ég elska West Ham og vil bara fá að spila aftur sem allra fyrst."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×