Erlent

Skjálfti í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Óttast er að tugir manna hafi látist í jarðskjálfta sem skók austurhluta Afganistans í nótt. Skjálftinn, sem mældist 5,5 stig á Richter, jafnaði hundruð húsa við jörðu í borginni Jalalabad og nálægum þorpum. Björgunarmenn vinna nú að því að bjarga fólki úr húsarústum og er óttast að tala látinna muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eftirskjálfti upp á 5,1 stig á Richter fylgdi í kjölfar stærri skjálftans, um tveimur tímum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×