Innlent

Árni Þór og Alexandra úr keppni í Idol

Árni Þór og Alexandra.
Árni Þór og Alexandra.

Árni Þór og Alexandra duttu úr keppni í Idol stjörnuleit en sjö keppendur kepptu í Smáralindinni í kvöld. Þema kvöldsins voru lög frá árunum 1970 til 1980. Dómarar kvöldsins voru nokkuð sáttir með frammistöðu keppenda og mikil stemmning var salnum. Það eru því fimm keppendur eftir í Idol stjörnuleit en næsti þáttur fer fram í Smáralindinni að viku liðinni.

Alexandra söng lagið „All the young dudes“ eftir David Bowie en Árni Þór söng lagið „Don´t stop“. Þau nutu hinsvegar ekki náð þjóðarinnar sem kaus þau út úr keppninni í kvöld.

Það verða því Matti, Hrafna, Lísa, Sylvía og Anna Hlín sem keppa í næsta þætti og taka þá lög sem Björgvin Halldórsson hefur gert vinsæl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×