Erlent

Svipaðar hugmyndir hústökufólks í Bretlandi

Hústökufólki í Bretlandi
Hústökufólki í Bretlandi

Hústökufólkið á Vatnsstíg var ekki að finna upp hjólið þegar þau tóku yfir hús númer fjögur við litla hrifningu eigandans. Hústakan endaði með áhlaupi lögreglunnar sem handtók rúmlega tuttugu manns og beitti meðal annars piparúða. Í nóvember á síðasta ári kom upp svipað mál í Bretlandi þegar hópur svokallaðra stjórnleysingja flutti inn í 6 milljón punda glæsivillu í Lundúnum.

Fólkið sem var án atvinnu eignaðist á svipstundu nágranna sem voru margir hverjir þeir ríkustu og snobbuðust í landinu. Þrátt fyrir þá staðreynd að Vatnsstígur fjögur verði seint stimplaður sem glæsivilla er margt líkt með hugmyndum og aðgerðum hópanna.

Hópurinn í Bretlandi var þó nokkuð leynilegri í aðgerðum sínum. Þau klæddu sig í verkamannafatnað og settu upp stillans og fóru þannig inn í byggingu.

Fólkið á svölum hússins með svartan fána líkt og fólkið á Vatnsstíg flaggaði í vikunni.

Fólkið sagðist sjálft ætla að greiða fyrir rafmagnið en ætlun þeirra var alls ekki að skemma húsið. Þvert á móti ætluðu þau að laga til og koma á laggirnar starfsemi en húsið hafði verið tómt nokkuð lengi.

„Hver sem er má koma hingað," sagði einn úr hópnum við The Independent á síðasta ári. „Við viljum að fólk noti þetta sem vinnurými. Fólk getur komið hingað, og verið þar sem það vill," sagði sami aðili en fólkið fæst nokkuð við listmálun.

Húsið var í eigu auðjöfursins Vincent Tchenguiz þar til árið 2005, en hann er bróðir Robert Tchenguiz sem hefur verið nokkuð í fréttum upp á síðkastið. Húsnæðið hafði verið autt síðan þá eftir að skrifstofa Vincent flutti í stærra húsnæði.

Hugmyndir fólksins virðast rýma nokkuð við þær hugmyndir sem stjórnleysingjarnir við Vatnsstíg töluðu um í fjölmiðlum. Þar var ætlunin að opna félagsmiðstöð og gera eitthvað skemmtilegt fyrir fólk í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×