Erlent

Bjórframleiðandi í Kongó græðir á tá og fingri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nóg að gera í brugghúsinu.
Nóg að gera í brugghúsinu.

Íbúar Kongó, sem reyndar hét Zaire þar til fyrir 12 árum, eru þekktir fyrir dálæti sitt á áfengum drykkjum og þarlendur bjórframleiðandi fer ekki varhluta af því að stór hluti íbúa landsins eru dagdrykkjumenn.

Bjórfamleiðandinn Franc Congolais, sem dregur nafn sitt af gjaldmiðli landsins, kvíðir ekki afkomunni og stendur bara nokkuð vel í samkeppninni við SABMiller sem ræður lögum og lofum á bjórmarkaðinum í Úganda. Róstursamt hefur verið í Kongó allar götur síðan uppreisnarmenn kræktu í stjórnartaumana þar árið 1997 en brugghús Franc Congolais hefur þó aldrei orðið fyrir tjóni.

Uppreisnarmenn vita það alveg jafn-vel og aðrir íbúar landsins að bjórframleiðsla verður að hafa sinn gang hvað sem líður stjórnmálaástandi og borgarastyrjöldum. Fljótlega gæti þó farið að harðna á dalnum hjá Franc Congolais þar sem hollenski bjórrisinn Heineken stefnir nú á að ryðjast með látum inn á afríska bjórmarkaðinn. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því í hverju Kongóbúar skála næstu árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×