Innlent

Lýðræðishreyfingin fær að bjóða fram í öllum kjördæmum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ástþór Magnússon er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar sem býður fram í öllum kjördæmum.
Ástþór Magnússon er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar sem býður fram í öllum kjördæmum.
Landskjörstjórn hefur úrskurðað að listar Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður séu báðir gildir. Lýðræðishreyfingin býður því fram lista í öllum kjördæmum landsins undir merkjum P-listans.

Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæmanna úrskurðuðu listana ógilda, vegna þess að ekki var tekið fram í hvaða sæti frambjóðendur á listunum væru, en sá úrskurður var kærður til landskjörstjórnar sem úrskurðaði þá gilda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×