Innlent

Höfðu reynt innbrot í átta sumarbústaði

Tveimur útlendingum, sem lögreglan á Selfossi handtók í fyrrinótt á drekkhlöðnum bíl af þýfi, var sleppt að yfirheyrslum loknum í nótt. Þeir reyndu að brjótast inn í átta sumarbústaði í grennd við Flúðir, en í fjórum þeirra fóru þjófavarnakerfi í gang þannig að þeir lögðu á flótta. Andvirði þýfisins er talið nema hundruðum þúsunda króna. Annar mannanna hefur starfað hér á landi í þrjú ár en hinn skemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×