Enski boltinn

Gallas ekki með gegn West Brom

William Gallas
William Gallas Nordic Photos/Getty Images

Franski varnarmaðurinn William Gallas verður ekki í liði Arsenal annað kvöld þegar það mætir West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Gallas er meiddur á ökkla og talið er að það komi í hlut Johan Djorou taki stöðu hans í liðinu.

Arsenal er án margra fastamanna um þessar mundir og þar á meðal eru þeir Cesc Fabregas, Theo Walcott, Tomas Rosicky, Mikael Silvestre, Eduardo da Silva og Emmanuel Adebayor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×