Enski boltinn

Reading upp í annað sætið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR.
Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR.

Reading vann 2-1 útisigur á Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í kvöld eftir að hafa lent undir í leiknum. Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Reading en Ívar Ingimarsson er á meiðslalistanum.

Með sigrinum komst Reading upp í annað sæti deildarinnar eftir 34 leiki, fimm stigum á eftir Wolves sem hefur leikið 36 leiki. Tvö efstu lið deildarinnar fara beint upp í úrvalsdeildina en liðin í sætum 3-6 fara í umspil um hitt lausa sætið.

Burnley situr einmitt í 5. - 6. sætinu en liðið vann 1-0 útisigur á Blackpool í kvöld. Jóhannes Karl Guðjónsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley. Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR sem tapaði 0-1 fyrir Norwich. Heiðar fór af velli á 74. mínútu en QPR er í ellefta sæti deildarinnar.

Úrslit kvöldsins í 1. deildinni:

Blackpool - Burnley 0-1

Cardiff - Barnsley 3-1

Charlton - Doncaster 1-2

Derby - Swansea 2-2

Ipswich - Southampton 0-3

Nott Forest - Preston 2-1

Plymouth - Watford 2-1

Sheff Wed - Reading 1-2

Crystal Palace - Wolves 0-1

QPR - Norwich 0-1










Fleiri fréttir

Sjá meira


×