Umfjöllun: Meistarataktar hjá FH og Stjörnuvígið féll Ómar Þorgeirsson skrifar 6. ágúst 2009 23:00 FH-ingar á góðri stundu. Mynd/Daníel Íslandsmeistarar FH sýndu styrk sinn með 1-4 sigri gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. FH-ingar eru með sigrinum komnir með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar en Stjörnumenn voru að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar. Raunar hafði Stjörnuvígið staðið síðan 10. júlí í fyrra sumar þegar Haukar unnu þar 4-5 sigur í 1. deildinni. Heimamenn í Stjörnunni litu þó út fyrir að mæta betur stemdari til leiks til að byrja með, án þess þó að skapa sér hættuleg marktækifæri, en þeir mættu FH framarlega á vellinum og það virkaði vel í fyrstu. Gestirnir í FH voru þó ekki lengi að finna taktinn og sína styrk sinn og náðu að vinna sig vel inn í leikinn með léttleikandi sóknarleik. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Hjörtur Logi Valgarðsson braust í gegnum vörn Stjörnunnar af vinstri kantinum og kláraði með góðu skoti sem markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson hjá Stjörnunni réði ekki við. FH-ingar efldust til muna við markið og héldu áfram að pressa stíft að marki Stjörnumanna sem virkuðu örlítið slegnir út af laginu. Íslandsmeistararnir uppskáru annað mark eftir þunga sókn á 34. mínútu þegar boltinn barst í lappirnar á markahróknum Atla Viðari Björnssyni sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði af öryggi af stuttu færi en stuttu áður hafði Matthías Vilhjálmsson átt skalla í slá. Matthías átti þó heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum en staðan var 0-2 í hálfleik og forysta gestanna var verðskulduð. Seinni hálfleikur fór vel af stað hjá FH þegar Matthías bætti við þriðja markinu með hnitmiðuðum skalla eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar, sem bar fyrirliðaband FH í kvöld í fjarveru Davíðs Þórs Viðarssonar sem tók út leikbann. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann þegar um stundarfjórðungur lifði leiks með marki Ellerts Hreinssonar eftir góða stungusendingu Björns Pálssonar en það reyndist skammgóður vermir. Matthías var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar og bætti við sínu öðru marki og fjórða marki FH. FH hafði annars góð tök á leiknum í síðari hálfleik og sigldi 1-4 sigrinum yfirvegað í höfn á lokakaflanum. Stjörnumenn áttu hreinlega við ofurefli að etja gegn FH í leiknum í kvöld en Hafnfirðingar sýndu oft á tíðum frábæra takta og mikill meistarabragur var á leik liðsins. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar KR-ingar mæta í Krikann á sunnudag en með sigri þar gætu FH-ingar farið langt með að landa titlinum.Tölfræðin:Stjarnan - FH 1-4 0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (18.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (34.) 0-3 Matthías Vilhjálmsson (52.) 1-3 Ellert Hreinsson (74.) 1-4 Matthías Vilhjálmsson (76.) Stjörnuvöllur, áhorfendur óuppgefið Dómari: Erlendur Eiríksson (6) Skot (á mark): 11-12 (3-6) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Daði 2 Horn: 6-6 Aukaspyrnur fengnar: 13-12 Rangstöður: 2-4Stjarnan 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 5 Jóhann Laxdal 4 Guðni Rúnar Helgason 5 Tryggvi Bjarnason 5 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Ellert Hreinsson 6 Birgir Hrafn Birgisson 4 (78., Heiðar Atli Emilsson -) Halldór Orri BJörnsson 6 Björn Pálsson 6 Arnar Már Björgvinsson 3 (81., Baldvin Sturluson -) Alfreð Elías Jóhannsson 3 (88., Magnús Björgvinsson -)FH 4-3-3 Daði Lárusson 7 Guðni Páll Kristjánsson 5 Tommy Nielsen 6 Sverrir Garðarsson 5 (29., Dennis Siim 7) (83., Freyr Bjarnason -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 (78., Brynjar Benediktsson -) Björn Daníel Sverrisson 7 Tryggvi Guðmundsson 7*Matthías Vilhjálmsson 8 - maður leiksins Atli Viðar Björnsson 7 Atli Guðnason 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH sýndu styrk sinn með 1-4 sigri gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. FH-ingar eru með sigrinum komnir með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar en Stjörnumenn voru að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar. Raunar hafði Stjörnuvígið staðið síðan 10. júlí í fyrra sumar þegar Haukar unnu þar 4-5 sigur í 1. deildinni. Heimamenn í Stjörnunni litu þó út fyrir að mæta betur stemdari til leiks til að byrja með, án þess þó að skapa sér hættuleg marktækifæri, en þeir mættu FH framarlega á vellinum og það virkaði vel í fyrstu. Gestirnir í FH voru þó ekki lengi að finna taktinn og sína styrk sinn og náðu að vinna sig vel inn í leikinn með léttleikandi sóknarleik. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Hjörtur Logi Valgarðsson braust í gegnum vörn Stjörnunnar af vinstri kantinum og kláraði með góðu skoti sem markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson hjá Stjörnunni réði ekki við. FH-ingar efldust til muna við markið og héldu áfram að pressa stíft að marki Stjörnumanna sem virkuðu örlítið slegnir út af laginu. Íslandsmeistararnir uppskáru annað mark eftir þunga sókn á 34. mínútu þegar boltinn barst í lappirnar á markahróknum Atla Viðari Björnssyni sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði af öryggi af stuttu færi en stuttu áður hafði Matthías Vilhjálmsson átt skalla í slá. Matthías átti þó heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum en staðan var 0-2 í hálfleik og forysta gestanna var verðskulduð. Seinni hálfleikur fór vel af stað hjá FH þegar Matthías bætti við þriðja markinu með hnitmiðuðum skalla eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar, sem bar fyrirliðaband FH í kvöld í fjarveru Davíðs Þórs Viðarssonar sem tók út leikbann. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann þegar um stundarfjórðungur lifði leiks með marki Ellerts Hreinssonar eftir góða stungusendingu Björns Pálssonar en það reyndist skammgóður vermir. Matthías var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar og bætti við sínu öðru marki og fjórða marki FH. FH hafði annars góð tök á leiknum í síðari hálfleik og sigldi 1-4 sigrinum yfirvegað í höfn á lokakaflanum. Stjörnumenn áttu hreinlega við ofurefli að etja gegn FH í leiknum í kvöld en Hafnfirðingar sýndu oft á tíðum frábæra takta og mikill meistarabragur var á leik liðsins. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar KR-ingar mæta í Krikann á sunnudag en með sigri þar gætu FH-ingar farið langt með að landa titlinum.Tölfræðin:Stjarnan - FH 1-4 0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (18.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (34.) 0-3 Matthías Vilhjálmsson (52.) 1-3 Ellert Hreinsson (74.) 1-4 Matthías Vilhjálmsson (76.) Stjörnuvöllur, áhorfendur óuppgefið Dómari: Erlendur Eiríksson (6) Skot (á mark): 11-12 (3-6) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Daði 2 Horn: 6-6 Aukaspyrnur fengnar: 13-12 Rangstöður: 2-4Stjarnan 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 5 Jóhann Laxdal 4 Guðni Rúnar Helgason 5 Tryggvi Bjarnason 5 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Ellert Hreinsson 6 Birgir Hrafn Birgisson 4 (78., Heiðar Atli Emilsson -) Halldór Orri BJörnsson 6 Björn Pálsson 6 Arnar Már Björgvinsson 3 (81., Baldvin Sturluson -) Alfreð Elías Jóhannsson 3 (88., Magnús Björgvinsson -)FH 4-3-3 Daði Lárusson 7 Guðni Páll Kristjánsson 5 Tommy Nielsen 6 Sverrir Garðarsson 5 (29., Dennis Siim 7) (83., Freyr Bjarnason -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 (78., Brynjar Benediktsson -) Björn Daníel Sverrisson 7 Tryggvi Guðmundsson 7*Matthías Vilhjálmsson 8 - maður leiksins Atli Viðar Björnsson 7 Atli Guðnason 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira