Enski boltinn

Chelsea tryggði sér þriðja sætið með stórsigri á Arsenal

AFP

Chelsea tryggði sér í dag þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með frábærum 4-1 sigri á Arsenal á Emirates vellinum í Lundúnum.

Fyrir vikið fer Chelsea beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

Arsenal var betri aðilinn framan af en mörk frá Alex og Nicolas Anelka tryggðu Chelsea 2-0 forystu í hálfleik. Arsenal spilaði á köflum ágætlega, en Chelsea nýtti færin sín mun betur.

Kolo Toure skoraði sjálfsmark í síðari hálfleik og kom Chelsea í 3-0. Daninn Nicklas Bendtner minnkaði muninn fyrir Arsenal á 70. mínútu og hleypti lífi í leikinn, en Florent Malouda innsiglaði sigurinn hjá Chelsea með marki fjórum mínútum fyrir leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×