Enski boltinn

Ribery væri fullkominn fyrir United

Evra og Ribery eru í franska landsliðinu
Evra og Ribery eru í franska landsliðinu AFP

Patrice Evra, leikmaður Manchester United, segir að félagi hans í franska landsliðinu Franck Ribery væri fullkomin viðbót við lið Englandsmeistaranna.

Ribery, sem leikur með Bayern Munchen, hefur verið orðaður mikið við m.a. Manchester United undanfarið þó forráðamenn félagsins hafi í vikunni neitað orðrómi um að ætla að kaupa hann á metfé.

"Franck hefur allt sem til þarf til að gera vel hjá United. Ég hef ekki hugmynd um hvort hefur yfir höfuð verið rætt að hann komi hingað, en það væri gaman að fá hann hingað. Hann er fullkominn leikmaður fyrir United," sagði Evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×