Enski boltinn

Wigan vann Boro í baráttunni um Watson

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ben Watson.
Ben Watson.

Ben Watson hefur ákveðið að ganga til liðs við Wigan Athletic en ekki Middlesbrough. Þessi tvö úrvalsdeildarlið bitust um leikmanninn sem Wigan kaupir á tvær milljónir punda frá Crystal Palace.

Watson hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning eftir að hafa staðist læknisskoðun á JJB vellinum. Þessi 23 ára leikmaður mun hjálpa til með að fylla skarðið sem Wilson Palacios skildi eftir sig þegar hann fór til Tottenham.

Watson gæti spilað sinn fyrsta leik á miðvikudag þegar Wigan fær Liverpool í heimsókn. Steve Bruce, stjóri Wigan, lýsir Watson sem miðjumanni sem skili mörkum og sé enn að þroskast og taka framförum.

Tímabilið 2004-05 lék hann 21 leik í ensku úrvalsdeildinni þegar Crystal Palace var þar. „Það er frábært að vera aftur kominn í þessa deild. Ég vil þakka öllum hjá Palace, sérstaklega stuðningsmönnum sem hafa verið frábærir. Ég taldi bara þetta rétta skrefið fyrir mig á þessum tímapunkti," sagði Watson.


Tengdar fréttir

Wigan staðfestir komu Rodallega

Wigan hefur staðfest að félagið hafi samið við kólumbíska framherjann Hugo Rodallega til loka tímabilsins 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×