Enski boltinn

Wigan staðfestir komu Rodallega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hugo Rodallega í leik með landsliði Kólumbíu.
Hugo Rodallega í leik með landsliði Kólumbíu. Nordic Photos / AFP
Wigan hefur staðfest að félagið hafi samið við kólumbíska framherjann Hugo Rodallega til loka tímabilsins 2012.

Wigan útvegaði Rodallega atvinnuleyfi í Englandi fyrir tveimur vikum og hefur nú verið gengið frá félagaskiptunum. Kaupverðið er 4,5 milljónir punda sem Wigan greiðir mexíkóska félaginu Necaxa.

Rodallega hefur leikið 21 leik með landsliði Kólumbíu og skorað fimmtán mörk í 36 leikjum með Necaxa á tímabilinu.

„Það er draumi líkast að spila í úrvalsdeildinni. Ég vil sýna Steve Bruce og stuðningsmönnum Wigan að félagið valdi réttan kost," sagði Rodallega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×