Enski boltinn

Chimbonda á leið aftur til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pascal Chimbonda í leik með Sunderland.
Pascal Chimbonda í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Góðar líkur eru á því að Pascal Chimbonda gangi til liðs við Tottenham á nýjan leik en hann frá félaginu í sumar til Sunderland.

Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og er Chimbonda kominn til Lundúna þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun.

Chimbonda byrjaði vel í haust hjá Sunderland en missti sæti sitt í liðinu er Roy Keane var enn knattspyrnustjóri. Hann hefur komið við sögu í sextán leikjum liðsins í til þessa.

Ricky Sbragia, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að Chimbonda hafi átt erfitt uppdráttar í borginni síðan hann flutti þangað.

„Ef viðræðurnar bera ekki árangur myndum við gjarnan vilja halda honum í okkar röðum," sagði Sbragia við enska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×