Ófrjósemisaðgerðir orðnar að karlavígi 26. janúar 2009 03:00 Reynir Tómas Geirsson Fréttablaðið/Valli Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira