Ófrjósemisaðgerðir orðnar að karlavígi 26. janúar 2009 03:00 Reynir Tómas Geirsson Fréttablaðið/Valli Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira