Ófrjósemisaðgerðir orðnar að karlavígi 26. janúar 2009 03:00 Reynir Tómas Geirsson Fréttablaðið/Valli Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira