Innlent

Sænska leiðin til umræðu á Alþingi

Atli Gíslason mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.
Atli Gíslason mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.
Þingfundir standa enn yfir á Alþingi. Nú rétt fyrir klukkan fjögur var tekið á dagskrá frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem gerir ráð fyrir að kaup á vændi verði gerð refsiverð.

Verði frumvarpið samþykkt mun hver sá sem greiðir fyrir vændi eða heitir greiðslu fyrir vændi þurfa að sæta sektum eða allt að eins árs fangelsi. Frumvarpið er byggt á svokallaðri sænskri leið sem gerir kaup á vændi refsivert en Norðmenn fetuðu árið 2008 í fótspor Svía með því að kveða á um refsinæmi þess að kaupa vændi.

Gert er ráð fyrir að Alþingi ljúki störfum í dag. Alþingiskosningar fara fram eftir viku en Alþingi hefur aldrei áður starfað jafn nálægt kosningum og nú.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×