Fabio Capello: Takk fyrir hjálpina Herra Bilic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2009 16:00 Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsin, var léttur á blaðamannafundi. Mynd/AFP Fabio Capello segir Slaven Bilic, þjálfara króatíska landsliðsins, hafa hjálpað sér mikið við undirbúning enska landsliðsins fyrir leikinn. Bilic sagði að enska liðið hafi tapað "enska stílnum" síðan að Capello varð þjálfari liðsins. „Það eina sem ég get sagt er: Takk fyrir hjálpina Herra Bilic," sagði Capello og vísaði þá til þess að hann hefði með þessu fengið góða hjálp við að gera sína menn klára í leikinn. Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, segir leikinn á móti Króötum ekki snúast um það að bæta fyrir tapið fyrir tveimur árum þegar Króatar unnu á Wembley og sáu til þess að Englendingar komust ekki á Evrópumótið í Sviss og Austurríki. „Sá leikur er gamall og orðinn hluti af sögunni. Ég horfi miklu frekar á næsta leik og ætla ekki að fara að tala um leik sem var spilaður fyrir tveimur árum. Ég þarf að gera mína menn tilbúna fyrir leikinn á morgun en ekki fyrir það sem gerðist árið 2007. Þeir koma inn í þennan leik og ætla að bæta fyrir það sem gerðist í Króatíu í fyrri leiknum," sagði Capello. „Við eigum þrjá úrslitaleiki eftir í riðlinum. Á morgun verður sá fyrsti, svo förum við til Úkraínu og mætum svo Hvít-Rússum á heimavelli. Við verðum að vinna einn þessara leikja eða ná jafntefli í nokkrum. Það sem skiptir mestu máli er að vinna riðillinn og komast beint á HM. Við höfum spilað vel á Wembley, höfum unnið alla leikina þar og það hefur okkur mikið sjálfstraust. Það breytist vonandi ekki á morgun," sagði Capello. Capello sagðist einnig vera nokkurn veginn búinn að ákveða það hvort Emile Heskey eða Jermain Defoe verði í byrjunarliðinu en hann sagði báða leikmenn vera mikilvæga fyrir liðið á sinn hátt. Flestir búast við að Defoe fá tækifærið en hann hefur skorað fimm mörk í þremur síðustu leikjum sem hann hefur komið inn á sem varamaður. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Fabio Capello segir Slaven Bilic, þjálfara króatíska landsliðsins, hafa hjálpað sér mikið við undirbúning enska landsliðsins fyrir leikinn. Bilic sagði að enska liðið hafi tapað "enska stílnum" síðan að Capello varð þjálfari liðsins. „Það eina sem ég get sagt er: Takk fyrir hjálpina Herra Bilic," sagði Capello og vísaði þá til þess að hann hefði með þessu fengið góða hjálp við að gera sína menn klára í leikinn. Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, segir leikinn á móti Króötum ekki snúast um það að bæta fyrir tapið fyrir tveimur árum þegar Króatar unnu á Wembley og sáu til þess að Englendingar komust ekki á Evrópumótið í Sviss og Austurríki. „Sá leikur er gamall og orðinn hluti af sögunni. Ég horfi miklu frekar á næsta leik og ætla ekki að fara að tala um leik sem var spilaður fyrir tveimur árum. Ég þarf að gera mína menn tilbúna fyrir leikinn á morgun en ekki fyrir það sem gerðist árið 2007. Þeir koma inn í þennan leik og ætla að bæta fyrir það sem gerðist í Króatíu í fyrri leiknum," sagði Capello. „Við eigum þrjá úrslitaleiki eftir í riðlinum. Á morgun verður sá fyrsti, svo förum við til Úkraínu og mætum svo Hvít-Rússum á heimavelli. Við verðum að vinna einn þessara leikja eða ná jafntefli í nokkrum. Það sem skiptir mestu máli er að vinna riðillinn og komast beint á HM. Við höfum spilað vel á Wembley, höfum unnið alla leikina þar og það hefur okkur mikið sjálfstraust. Það breytist vonandi ekki á morgun," sagði Capello. Capello sagðist einnig vera nokkurn veginn búinn að ákveða það hvort Emile Heskey eða Jermain Defoe verði í byrjunarliðinu en hann sagði báða leikmenn vera mikilvæga fyrir liðið á sinn hátt. Flestir búast við að Defoe fá tækifærið en hann hefur skorað fimm mörk í þremur síðustu leikjum sem hann hefur komið inn á sem varamaður.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira