Innlent

Ástþór uppfyllir ekki skilyrði

Framboðslistar Lýðræðishreyfingar Ástþórs Magnússonar teljast ekki uppfylla skilyrði kosningalaga í tveimur af sex kjördæmum.

Yfirkjörstjórnir hafa fundað um framboðslista þeirra sjö framboða sem liggja fyrir; Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Frjáslyndra, Vinstri grænna, Borgarahreyfingar og Lýðræðishreyfingar. Áhöld voru um að framboðslistar Lýðræðishreyfingarinnar væru löglegir, þar sem mæðmælendalistar töldust ófullnægjandi í einhverjum tilvikum og galli reyndist vera á samþykki frambjóðenda um að þeir væru á lista í tilteknum kjördæmum.

Yfirkjörstjórnir í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi úrskurðu þó öll sjö framboðin gild á fundum sínum í gærkvöldi og yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis felldi sama úrskurð á fundi sínum í hádeginu í dag. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til málsins, en meirihluti úrskurðaði þó framboð Lýðræðishreyfingarinnar gilt.

Reykjavíkurkjördæmin tvö úrskurðuðu hins vegar framboðslista hreyfingarinnar ógilda vegna áðurnefndra formgalla. Niðurstöður hafa verið sendar Landskjörstjórn sem hefur úrslitavald í málinu. Forsvarsmenn Lýðræðishreyfingarinnar hafa sólarhring til að kæra úrskurð yfirkjörstjórna, kjósi þeir svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×