Erlent

Söguleg stund: Fleiri stúlkur fæðast en drengir

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Á Indlandi.
Á Indlandi.

Árið 2008 fæddust fleiri stúlkubörn í höfuðborg Indlands, Delí, en á árinu fæddust 1004 stúlkubörn fyrir hverja þúsund drengi.

Óvíða þættu slík kynjahlutföll stórfréttir, en þetta er hinsvegar í fyrsta skipti sem það gerist í Delí í marga áratugi, að því er segir í fréttum breska ríkisútvarpsins.

Ástæða þess hversu skökk kynjahlutföllin voru áður er sú að konur létu frekar eyða kvenfóstrum en karlfóstrum úr móðurkviði.

Fréttunum hefur verið tekið sem stórsigri í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynja þar í landi.

Ríkisstjórn landsins hafði reynt að banna óléttum mæðrum að skanna fyrir kyni barnsins og sérstökum fjárhagslegum hvötum til að fæða stúlkubörn. Nú segja yfirvöld að þessar aðgerðir séu loks að skila árangri.

Mesta áskorunin sé þó eftir sem áður að breyta viðhorfum til stúlkubarna miðað við hvað Indversk samfélag hampar piltum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×