Erlent

Kanadískri konu rænt í Nígeríu

Frá borginni Kaduna í Nígeríu.
Frá borginni Kaduna í Nígeríu.
Fjórir vopnaðir menn rændu kanadískri konu í gær í norðvesturhluta borgarinnar Kaduna í Nígeríu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

„Konunni var rænt um tíu leytið í gærmorgun af fjórum vopnuðum mönnum þegar hún var á leið inn í hús," sagði lögreglumaður í borginni í samtali við Reuters fréttastofuna nú í kvöld. Lögreglumaðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið sagði að enginn hefði lýst mannráninu á hendur sér. Kanadíska sendiráðið í Nígeríu neitaði að tjá sig um málið.

Mannrán af þessu tagi eru nokkuð tíða á þessu svæði, en þarna eru margar olíu- og gasauðlindir. Yfir 200 útlendingum hefur verið rænt á svæðinu á síðustu árum, flestir hafa komið ómeiddir eftir greiðslu lausnargjalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×