Stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu 11. mars 2009 10:19 Þórhallur Vilhjálmsson Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira