Innlent

Lyfjastofnun borist 16 tilkynningar um aukaverkanir

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Lyfjastofnun hafa borist 16 tilkynningar um aukaverkanir sem hugsanlega geta verið af völdum Pandemrix, bóluefnisins sem notað er gegn svínaflensu eðaa inflúensu af stofni A(H1N1). Það er 2,1 tilkynning á hverja 10.000 bólusetta en nú hafa 75.000 Íslendingar verið bólusettir við flensunni.

Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar að níu þessara tilkynninga hafa borist frá heilbrigðisstarfsmönnum og sjö frá almenningi. Tvö tilvikanna teljast alvarleg og leiddu til innlagnar á sjúkrahús. 11 konur, þar af ein stúlka, og fimm karlar, þar af einn drengur, hafa hugsanlega fengið aukaverkun sem tengja má bólusetningunni.

Algengustu einkenni sem tilkynnt hafa verið eru hiti, ofnæmisviðbrögð, beinberkir og bólga á stungustað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×