Innlent

Spreyttu sig á háþrýstisprautu

Krakkarnir í þriðja bekk Ísaksskóla skemmtu sér konunglega í gær með því að prófa búnað slökkviliðs höfuðborgarinnar.

Fréttablaðið/Anton
Krakkarnir í þriðja bekk Ísaksskóla skemmtu sér konunglega í gær með því að prófa búnað slökkviliðs höfuðborgarinnar. Fréttablaðið/Anton
Það hljóp heldur betur á snærið hjá krökkunum í þriðja bekk Ísaksskóla þegar slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins kom með fríðu föruneyti og kynnti þeim eldvarnir.

Heimsóknin er hluti eldvarnaátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í grunnskólum. Með sér höfðu slökkviliðsmennirnir tvo sjúkrabíla og slökkviliðsbíl sem krakkarnir fengu að skoða. Börnin fengu líka bók með sögunni af Loga og Glóð og Brennu-Vargi. Hápunkturinn var svo þegar allir fengu að prófa háþrýstibúnaðinn og sprautuðu vatni vítt og breitt um skólalóðina.- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×