Ný flugstöð byggð í borginni 23. nóvember 2009 06:00 MYND/Pjetur Fulltrúar samgönguyfirvalda hafa viðrað hugmyndir við borgaryfirvöld og lífeyrissjóðina um að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, á svæði Flugfélags Íslands. Fallið verði frá hugmyndum um stóra samgöngumiðstöð. Umferðarmiðstöðin, eða BSÍ, yrði áfram á sínum stað. Nýbyggingin yrði 1.500 fermetrar að stærð og myndi kosta rúman milljarð. Hún yrði reist rétt norðan við núverandi flugstöð, sem yrði að lokum rifin. Áður stóð til að reisa sex þúsund fermetra samgöngumiðstöð, sem hefði verið stækkanleg í allt að tíu þúsund fermetra, norðan af Loftleiðahótelinu. Sú lóð hefur síðan verið minnkuð, og Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, bendir á að þrenging lóðarinnar og nálægðin við Háskólann í Reykjavík, geti hugsanlega gert aðkomu bílaumferðar að flugstöð við Loftleiðir lakari. „Mér líst persónulega ekkert illa á þessa niðurstöðu, ef hún yrði ofan á," segir Júlíus „Mér finnst að ráðherra samgöngumála megi vel skoða þetta í ljósi breyttra aðstæðna, að byggja litla flugstöð í stað þeirrar stóru samgöngumiðstöðvar sem átti að rísa." Ljóst sé að núverandi aðstaða innanlandsflugsins sé ekki viðunandi. Júlíus færi því vel yfir þetta mál, komi formleg tillaga frá ríkinu. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að hagsmunaaðilar hafi rætt það við ríkið að hafa flugstöðina minni, enda hafi orðið samdráttur í fluginu. Enn hafi ekkert verið ákveðið og málið sé statt hjá Reykjavíkurborg. „Ég er opinn fyrir hverju sem er og við erum til í að byggja samgöngumiðstöð um leið og við fáum leyfi til," segir hann. Enn standi til að reisa samgöngumiðstöð, en ekki bara flugstöð. Spurður í hvaða húsi aðstaðan fyrir rútur eigi að vera, segir hann það óleyst mál sem fari eftir því hvaða leyfi fáist frá borginni og á hvorri lóðinni verði byggt. „Þetta verður alltaf samgöngumiðstöð, en misjafnt hvernig hún verður útfærð," segir hann. Vonandi fáist niðurstaða sem fyrst. Arnar Sigmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, segir að viðskiptamódel fyrir samgöngumiðstöðina sé tilbúið. „Við kæmum fyrst að þessu í gegnum fjármögnunina. Það er gert ráð fyrir að endurgreiðsla yrði í formi húsaleigu og gjaldtöku þeirra sem umferð eiga um stöðina. Þannig yrði kostnaðurinn endurgreiddur á tuttugu til þrjátíu árum," segir Arnar. Borgarstjórnarflokkarnir, utan F-lista, sameinuðust í fyrra um tillögu úr hugmyndasamkeppni, sem gerði ráð fyrir því að flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýrinni. Spurður hvort um stefnubreytingu sé að ræða hjá borginni, segir Júlíus að þetta tvennt hangi ekki endilega saman. Byggingin yrði létt og megi fjarlægja auðveldlega.- kóþ Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Fulltrúar samgönguyfirvalda hafa viðrað hugmyndir við borgaryfirvöld og lífeyrissjóðina um að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, á svæði Flugfélags Íslands. Fallið verði frá hugmyndum um stóra samgöngumiðstöð. Umferðarmiðstöðin, eða BSÍ, yrði áfram á sínum stað. Nýbyggingin yrði 1.500 fermetrar að stærð og myndi kosta rúman milljarð. Hún yrði reist rétt norðan við núverandi flugstöð, sem yrði að lokum rifin. Áður stóð til að reisa sex þúsund fermetra samgöngumiðstöð, sem hefði verið stækkanleg í allt að tíu þúsund fermetra, norðan af Loftleiðahótelinu. Sú lóð hefur síðan verið minnkuð, og Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, bendir á að þrenging lóðarinnar og nálægðin við Háskólann í Reykjavík, geti hugsanlega gert aðkomu bílaumferðar að flugstöð við Loftleiðir lakari. „Mér líst persónulega ekkert illa á þessa niðurstöðu, ef hún yrði ofan á," segir Júlíus „Mér finnst að ráðherra samgöngumála megi vel skoða þetta í ljósi breyttra aðstæðna, að byggja litla flugstöð í stað þeirrar stóru samgöngumiðstöðvar sem átti að rísa." Ljóst sé að núverandi aðstaða innanlandsflugsins sé ekki viðunandi. Júlíus færi því vel yfir þetta mál, komi formleg tillaga frá ríkinu. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að hagsmunaaðilar hafi rætt það við ríkið að hafa flugstöðina minni, enda hafi orðið samdráttur í fluginu. Enn hafi ekkert verið ákveðið og málið sé statt hjá Reykjavíkurborg. „Ég er opinn fyrir hverju sem er og við erum til í að byggja samgöngumiðstöð um leið og við fáum leyfi til," segir hann. Enn standi til að reisa samgöngumiðstöð, en ekki bara flugstöð. Spurður í hvaða húsi aðstaðan fyrir rútur eigi að vera, segir hann það óleyst mál sem fari eftir því hvaða leyfi fáist frá borginni og á hvorri lóðinni verði byggt. „Þetta verður alltaf samgöngumiðstöð, en misjafnt hvernig hún verður útfærð," segir hann. Vonandi fáist niðurstaða sem fyrst. Arnar Sigmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, segir að viðskiptamódel fyrir samgöngumiðstöðina sé tilbúið. „Við kæmum fyrst að þessu í gegnum fjármögnunina. Það er gert ráð fyrir að endurgreiðsla yrði í formi húsaleigu og gjaldtöku þeirra sem umferð eiga um stöðina. Þannig yrði kostnaðurinn endurgreiddur á tuttugu til þrjátíu árum," segir Arnar. Borgarstjórnarflokkarnir, utan F-lista, sameinuðust í fyrra um tillögu úr hugmyndasamkeppni, sem gerði ráð fyrir því að flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýrinni. Spurður hvort um stefnubreytingu sé að ræða hjá borginni, segir Júlíus að þetta tvennt hangi ekki endilega saman. Byggingin yrði létt og megi fjarlægja auðveldlega.- kóþ
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira