Ný flugstöð byggð í borginni 23. nóvember 2009 06:00 MYND/Pjetur Fulltrúar samgönguyfirvalda hafa viðrað hugmyndir við borgaryfirvöld og lífeyrissjóðina um að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, á svæði Flugfélags Íslands. Fallið verði frá hugmyndum um stóra samgöngumiðstöð. Umferðarmiðstöðin, eða BSÍ, yrði áfram á sínum stað. Nýbyggingin yrði 1.500 fermetrar að stærð og myndi kosta rúman milljarð. Hún yrði reist rétt norðan við núverandi flugstöð, sem yrði að lokum rifin. Áður stóð til að reisa sex þúsund fermetra samgöngumiðstöð, sem hefði verið stækkanleg í allt að tíu þúsund fermetra, norðan af Loftleiðahótelinu. Sú lóð hefur síðan verið minnkuð, og Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, bendir á að þrenging lóðarinnar og nálægðin við Háskólann í Reykjavík, geti hugsanlega gert aðkomu bílaumferðar að flugstöð við Loftleiðir lakari. „Mér líst persónulega ekkert illa á þessa niðurstöðu, ef hún yrði ofan á," segir Júlíus „Mér finnst að ráðherra samgöngumála megi vel skoða þetta í ljósi breyttra aðstæðna, að byggja litla flugstöð í stað þeirrar stóru samgöngumiðstöðvar sem átti að rísa." Ljóst sé að núverandi aðstaða innanlandsflugsins sé ekki viðunandi. Júlíus færi því vel yfir þetta mál, komi formleg tillaga frá ríkinu. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að hagsmunaaðilar hafi rætt það við ríkið að hafa flugstöðina minni, enda hafi orðið samdráttur í fluginu. Enn hafi ekkert verið ákveðið og málið sé statt hjá Reykjavíkurborg. „Ég er opinn fyrir hverju sem er og við erum til í að byggja samgöngumiðstöð um leið og við fáum leyfi til," segir hann. Enn standi til að reisa samgöngumiðstöð, en ekki bara flugstöð. Spurður í hvaða húsi aðstaðan fyrir rútur eigi að vera, segir hann það óleyst mál sem fari eftir því hvaða leyfi fáist frá borginni og á hvorri lóðinni verði byggt. „Þetta verður alltaf samgöngumiðstöð, en misjafnt hvernig hún verður útfærð," segir hann. Vonandi fáist niðurstaða sem fyrst. Arnar Sigmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, segir að viðskiptamódel fyrir samgöngumiðstöðina sé tilbúið. „Við kæmum fyrst að þessu í gegnum fjármögnunina. Það er gert ráð fyrir að endurgreiðsla yrði í formi húsaleigu og gjaldtöku þeirra sem umferð eiga um stöðina. Þannig yrði kostnaðurinn endurgreiddur á tuttugu til þrjátíu árum," segir Arnar. Borgarstjórnarflokkarnir, utan F-lista, sameinuðust í fyrra um tillögu úr hugmyndasamkeppni, sem gerði ráð fyrir því að flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýrinni. Spurður hvort um stefnubreytingu sé að ræða hjá borginni, segir Júlíus að þetta tvennt hangi ekki endilega saman. Byggingin yrði létt og megi fjarlægja auðveldlega.- kóþ Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Fulltrúar samgönguyfirvalda hafa viðrað hugmyndir við borgaryfirvöld og lífeyrissjóðina um að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, á svæði Flugfélags Íslands. Fallið verði frá hugmyndum um stóra samgöngumiðstöð. Umferðarmiðstöðin, eða BSÍ, yrði áfram á sínum stað. Nýbyggingin yrði 1.500 fermetrar að stærð og myndi kosta rúman milljarð. Hún yrði reist rétt norðan við núverandi flugstöð, sem yrði að lokum rifin. Áður stóð til að reisa sex þúsund fermetra samgöngumiðstöð, sem hefði verið stækkanleg í allt að tíu þúsund fermetra, norðan af Loftleiðahótelinu. Sú lóð hefur síðan verið minnkuð, og Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, bendir á að þrenging lóðarinnar og nálægðin við Háskólann í Reykjavík, geti hugsanlega gert aðkomu bílaumferðar að flugstöð við Loftleiðir lakari. „Mér líst persónulega ekkert illa á þessa niðurstöðu, ef hún yrði ofan á," segir Júlíus „Mér finnst að ráðherra samgöngumála megi vel skoða þetta í ljósi breyttra aðstæðna, að byggja litla flugstöð í stað þeirrar stóru samgöngumiðstöðvar sem átti að rísa." Ljóst sé að núverandi aðstaða innanlandsflugsins sé ekki viðunandi. Júlíus færi því vel yfir þetta mál, komi formleg tillaga frá ríkinu. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að hagsmunaaðilar hafi rætt það við ríkið að hafa flugstöðina minni, enda hafi orðið samdráttur í fluginu. Enn hafi ekkert verið ákveðið og málið sé statt hjá Reykjavíkurborg. „Ég er opinn fyrir hverju sem er og við erum til í að byggja samgöngumiðstöð um leið og við fáum leyfi til," segir hann. Enn standi til að reisa samgöngumiðstöð, en ekki bara flugstöð. Spurður í hvaða húsi aðstaðan fyrir rútur eigi að vera, segir hann það óleyst mál sem fari eftir því hvaða leyfi fáist frá borginni og á hvorri lóðinni verði byggt. „Þetta verður alltaf samgöngumiðstöð, en misjafnt hvernig hún verður útfærð," segir hann. Vonandi fáist niðurstaða sem fyrst. Arnar Sigmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, segir að viðskiptamódel fyrir samgöngumiðstöðina sé tilbúið. „Við kæmum fyrst að þessu í gegnum fjármögnunina. Það er gert ráð fyrir að endurgreiðsla yrði í formi húsaleigu og gjaldtöku þeirra sem umferð eiga um stöðina. Þannig yrði kostnaðurinn endurgreiddur á tuttugu til þrjátíu árum," segir Arnar. Borgarstjórnarflokkarnir, utan F-lista, sameinuðust í fyrra um tillögu úr hugmyndasamkeppni, sem gerði ráð fyrir því að flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýrinni. Spurður hvort um stefnubreytingu sé að ræða hjá borginni, segir Júlíus að þetta tvennt hangi ekki endilega saman. Byggingin yrði létt og megi fjarlægja auðveldlega.- kóþ
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira