Lífið

Hvort þeirra veit meira um Idol Stjörnuleit?

Kalli og Regínu vissu hvorugt hvað Ingó heitir fullu nafni
Kalli og Regínu vissu hvorugt hvað Ingó heitir fullu nafni
Við lögðum spurningar fyrir Regínu Ósk, Eurovision-fara, og Karl Sigurðsson, Baggalút, til að kanna hvort þeirra væri betur að sér um Idol Stjörnuleit.

Fylgist þið annars með Idolinu yfir höfuð?

Regína: Já, ég hef alltaf reynt að fylgjast með, bæði íslensku og erlendu keppnunum og ætla mér að gera það í ár líka.

Kalli: Nei lítið, horfði aðeins á fyrstu tvær þáttaraðirnar en er ekki mikill Idol-partímaður.

Og hófst þá keppnin.

1. Hver sigraði í 2. þáttaröð Idol Stjörnuleitar?

Regína: Hildur Vala.

Kalli: Eh..Hildur Vala.

2. Hvaða viðurnefni fékk Jón Sigurðsson, keppandi í 1. þáttaröðinni?

Regína: Fimmhundruð kallinn.

Kalli: Bíddu við, hérna...fimmhundruð kallinn.

3. Hvað heitir Ingó, keppandi í 3. þáttaröð, fullu nafni?

Regína: Jahá? Ingólfur...eitthvað, ég hef bara ekki hugmynd!

Kalli: Úff...eh...ekki hugmynd.

4. Nefndu eitt lag sem Snorri Snorrason söng í úrslitaþættinum sínum:

Regína: Ég var nú úti í New York þegar þátturinn var en hann söng allavega eitthvað Guns'n Roses lag.

Kalli: Bara...Á tjá og tundri, eitthvað með Stebba Hilmars held ég.



Ingó heitir fullu nafni Ingólfur Þórarinsson

JAFNTEFLI!

Leikar fóru þannig að Kalli og Regína fengu hvort um sig 2 stig en götuðu bæði á spurningum nr. 3 og 4.

Fylgist með hinni æsispennandi Idol-spurningakeppni hér á Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.