Heimilislegra tónleikahald 26. janúar 2009 06:30 Áherslur í íslensku tónleikahaldi eru að breytast. Tónleikar eru orðnir smærri í sniðum en um leið fleiri. Kári Sturluson, umboðsmaður og tónleikahaldari, telur að áherslurnar hafi breyst í íslensku tónleikahaldi að undanförnu. „Lifandi tónlist er á öðrum forsendum en áður. Viðburðirnir eru orðnir minni en örari og það er ekki verið að rukka mikið inn. Þetta er allt orðið miklu heimilislegra,“ segir Kári. Tengir hann þessar nýju áherslur við Facebook-síðuna þar sem hljómsveitir auglýsi tónleika sína eingöngu fyrir aðdáendakjarna sinn á Netinu. Til dæmis hafi Seabear og GusGus verið duglegar við það. „Tilkoma Facebook og Myspace hefur gert það að verkum að í staðinn fyrir að senda tilkynningar á fjölmiðla eru þær sendar á grúppuna því þar ná hljómsveitirnar miklu betur í markhópinn sinn.“ Nefnir hann sem dæmi að smærri tónleikum hafi fjölgað á stöðum eins og Kaffi Rósenberg og Kaffibarnum. Þórður Pálmason hjá Kaffi Rósenberg segir að staðurinn sé bókaður næstu þrjá til fjóra mánuði frá miðvikudegi til laugardags. Jókst aðsókn hljómsveita í staðinn nokkuð eftir að Organ hætti á síðasta ári. Hann játar að sumar sveitir eigi erfitt með að komast að hjá sér. „Það ættu allir að fá að spila en það er nú bara ekki svoleiðis, segir Þórður. Hann viðurkennir jafnframt að kreppan hafi sín áhrif á reksturinn. „Það er auðvitað brölt að vera í rekstri í dag eins og ástandið er en það hefur ekkert stórkostlegt gerst enn þá.“ Kári Sturluson telur að vissulega sé missir að Organ, Tunglinu og Sirkus úr íslensku tónlistarlífi en flóra annarra staða sé engu að síður ágæt. Hljómsveitir geti nú valið úr stöðum á borð við Nasa, Grand Rokk, Dillon, Iðnó og Kaffi Rósenberg sem taki við áhorfendafjölda á bilinu 150 til 500 manns. Frekar vanti stað sem taki 1500 manns, aðallega þá fyrir erlendar hljómsveitir. Bætir hann við að þrátt fyrir efnahagsástandið sé ekkert ómögulegt að flytja þekktar erlendar hljómsveitir til landsins. „Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því. Ég hlusta ekki á svona væl, sérstaklega þegar maður veit betur,“ segir Kári. Nefnir hann sem dæmi að dollarinn hafi verið í 110 krónum árið 2001 þegar hann flutti inn sveitir á borð við The Strokes og Rammstein til landsins án nokkurra vandkvæða. Núna þegar dollarinn er aðeins hærri, eða 125 krónur, vilji aftur á móti enginn flytja inn hljómsveit nema þá með því að safna fyrir því eins og dæmið með U2 sannar. „Mér finnst þetta með því kjánalegra sem ég hef heyrt, að reyna að fara í fjársöfnun fyrir hljómsveit sem gerir ekki annað en að græða peninga,“ segir hann, greinilega lítt hrifinn af uppátækinu. freyr@frettabladid.is kári sturluson Telur áherslurnar hafa breyst í íslensku tónleikahaldi. Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Áherslur í íslensku tónleikahaldi eru að breytast. Tónleikar eru orðnir smærri í sniðum en um leið fleiri. Kári Sturluson, umboðsmaður og tónleikahaldari, telur að áherslurnar hafi breyst í íslensku tónleikahaldi að undanförnu. „Lifandi tónlist er á öðrum forsendum en áður. Viðburðirnir eru orðnir minni en örari og það er ekki verið að rukka mikið inn. Þetta er allt orðið miklu heimilislegra,“ segir Kári. Tengir hann þessar nýju áherslur við Facebook-síðuna þar sem hljómsveitir auglýsi tónleika sína eingöngu fyrir aðdáendakjarna sinn á Netinu. Til dæmis hafi Seabear og GusGus verið duglegar við það. „Tilkoma Facebook og Myspace hefur gert það að verkum að í staðinn fyrir að senda tilkynningar á fjölmiðla eru þær sendar á grúppuna því þar ná hljómsveitirnar miklu betur í markhópinn sinn.“ Nefnir hann sem dæmi að smærri tónleikum hafi fjölgað á stöðum eins og Kaffi Rósenberg og Kaffibarnum. Þórður Pálmason hjá Kaffi Rósenberg segir að staðurinn sé bókaður næstu þrjá til fjóra mánuði frá miðvikudegi til laugardags. Jókst aðsókn hljómsveita í staðinn nokkuð eftir að Organ hætti á síðasta ári. Hann játar að sumar sveitir eigi erfitt með að komast að hjá sér. „Það ættu allir að fá að spila en það er nú bara ekki svoleiðis, segir Þórður. Hann viðurkennir jafnframt að kreppan hafi sín áhrif á reksturinn. „Það er auðvitað brölt að vera í rekstri í dag eins og ástandið er en það hefur ekkert stórkostlegt gerst enn þá.“ Kári Sturluson telur að vissulega sé missir að Organ, Tunglinu og Sirkus úr íslensku tónlistarlífi en flóra annarra staða sé engu að síður ágæt. Hljómsveitir geti nú valið úr stöðum á borð við Nasa, Grand Rokk, Dillon, Iðnó og Kaffi Rósenberg sem taki við áhorfendafjölda á bilinu 150 til 500 manns. Frekar vanti stað sem taki 1500 manns, aðallega þá fyrir erlendar hljómsveitir. Bætir hann við að þrátt fyrir efnahagsástandið sé ekkert ómögulegt að flytja þekktar erlendar hljómsveitir til landsins. „Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því. Ég hlusta ekki á svona væl, sérstaklega þegar maður veit betur,“ segir Kári. Nefnir hann sem dæmi að dollarinn hafi verið í 110 krónum árið 2001 þegar hann flutti inn sveitir á borð við The Strokes og Rammstein til landsins án nokkurra vandkvæða. Núna þegar dollarinn er aðeins hærri, eða 125 krónur, vilji aftur á móti enginn flytja inn hljómsveit nema þá með því að safna fyrir því eins og dæmið með U2 sannar. „Mér finnst þetta með því kjánalegra sem ég hef heyrt, að reyna að fara í fjársöfnun fyrir hljómsveit sem gerir ekki annað en að græða peninga,“ segir hann, greinilega lítt hrifinn af uppátækinu. freyr@frettabladid.is kári sturluson Telur áherslurnar hafa breyst í íslensku tónleikahaldi.
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira