Tíska og hönnun

Tískan við þing­setningu: Þjóð­legur þriðju­dagur

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þingmenn fóru ólíkar leiðir í fatavali á þingsetningu í dag.
Þingmenn fóru ólíkar leiðir í fatavali á þingsetningu í dag. Vísir/Anton Brink

Ein stærsta tískustund haustins er runnin upp. Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á.

Tískuunnendur bíða margir spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið og hvort og þá hvernig klæðaburðurinn endurspeglar þá.

Það er greinilegt að haustið er mætt þar sem mildir og rólegir litir ráða ríkjum hjá þingmönnum landsins og lítið er um litagleði og flipp í ár.

Þjóðbúningaþingpæjur

Þjóðbúningarnir virðast enn heitari en áður og er forsætisráðherra okkar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mikil skvísa í slíkum í dag.

Kristún Frostadóttir er glæsileg í þessum einstaka þjóðbúningi með bleika slaufu og gylltan útsaum.Vísir/Anton Brink
Halla Hrund Logadóttir, Framsókn, í þjóðbúningnum.Vísir/Anton Brink
Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, í þjóðbúningnum. Víður Reynisson, Samfylkingunni í dökkbláum jakkafötum og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Samfylkingunni, í lime grænum skokk.Vísir/Anton Brink
Ingibjörg Ólöf Isaksen, framsókn, smart í þjóðbúningnum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, í dökkbláu fyrir aftan og sömuleiðis Sigurjón Þórðarsson flokksbróðir Ásthildar Lóu. Vísir/Anton Brink

Jarðlitir út í gegn

Það verður seint sagt að litagleðin hafi fengið að njóta sín á þingsetningu í ár og virðast allir temmilega jarðtengdir á þessum gráa þriðjudegi. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og þingmaður Viðreisnar í hvítu við brons litaðar buxur.Vísir/Anton Brink
Halla Tómasdóttir forseti í brúnu setti, brúnumskóm og ljósum stílhreinum jakka hér með biskupnum okkar Guðrúnu Karls Helgudóttur.Vísir/Anton Brink
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra í svörtu og hvítu með smá skikkju en skikkjur eru kannski að sækja í sig veðrið fyrir veturinn? Þorgerður Katrín utanríkisráðherra í rólegri litapallettu, brúntóna silkikjól við hvítan jakka og klikkar ekki á því að telja skrefin með bleika snjallúrinu.Vísir/Anton Brink
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, virtust hafa verið innblásnar af sömu listagyðjunni þegar það kom að litavali! Vísir/Anton Brink
Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir, þingmenn Viðreisnar, í jarðlitum og með því! Jón er með skemmtilegt fiskabindi. Vísir/Anton Brink
Alma Möller alltaf smart í ljósri dragt með eina litla Louis Vuitton tösku á kantinum. Jóhann Páll í fánalitunum.Vísir/Anton Brink

Munstur og smá stuð

Nokkrir þingmenn tóku smá áhættu eða léku sér með liti og munstur. Óskandi væri að fleiri karlmenn á þingi myndu stöku sinnum ákveða að taka eins og eina litla áhættu þegar það kemur að klæðaburði fyrir þingsetningu. 

Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr í mjög einstöku köflóttu fitti sem sjaldan hefur áður sést.Vísir/Anton Brink
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ljósum út í silfraða tóna og snákaskinsskóm með mittistösku í stíl.Vísir/Anton Brink
Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, velur alltaf íslenska hönnun fyrir þingsetningu. Hún er hér í Gloria kjólnum frá Anítu Hirlekar. Sigmundur Ernir, flokksbróðir hennar, smart í tvít ullarjakkafötum með hattinn. Vísir/Anton Brink
Miðflokksmærin Sigríður Andersen skellti sér í munstrað ponsjó við dökkgræna undirtóna.Vísir/Anton Brink
Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis í grænni dragt sem lífgaði aðeins upp á heildina. Björn Skúlason forsetamaki sætur í dökkbláu.Vísir/Anton Brink
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, í bláu og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar, í dökkbláum flæðandi blóma skyrtukjól.Vísir/Anton Brink
Lilja Rafney, Flokki fólksins, í skrautlegum kjól.Vísir/Anton Brink





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.