Umfjöllun: Roksigur Grindavíkur gegn Val Smári Jökull Jónsson skrifar 6. ágúst 2009 18:15 Gilles Daniel Mbang Ondo skoraði þriðja mark Grindavíkur í kvöld. Mynd/Vilhelm Grindvíkingar unnu nokkuð sanngjarnan sigur á Valsmönnum í rokleik í Grindavík í kvöld. Þeir eru því komnir úr fallsæti Pepsi-deildarinnar og sitja með 15 stig í 9.sæti. Valsmenn hafa hinsvegar ekki unnið sigur síðan 11.júlí og sitja í 6.sæti deildarinnar. Grindvíkingar sóttu undan sterkum vindi í fyrri hálfleiknum. Þeir hófu leikinn betur og strax á 5.mínútu kom Bogi Rafn Einarsson þeim yfir með marki eftir hornspyrnu Scott Ramsay. Kjartan Sturluson markvörður Vals virtist hálf villtur í markteignum og Bogi var illa dekkaður af varnarmönnum Vals. Valsmenn settu meiri kraft í leik sinn eftir markið og náðu oft ágætum samspilsköflum. Það voru hinsvegar Grindvíkingar sem bættu við öðru marki á 17.mínútu. Scott Ramsay átti þá sendingu frá hægri, beint á kollinn á Páli Guðmudssyni sem var einmana á vítateigslínunni og skallaði boltann í boga yfir Kjartan í markinu. Kjartan stóð heldur framarlega en vindurinn hjálpaði Páli líklega aðeins. Valsmenn virtust slegnir eftir markið og Grindvíkingar þjörmuðu vel að þeim. Ramsay var þeirra hættulegastur og vörn Vals var engan vegin að finna sig í hálfleiknum. Arnar Gunnlaugsson kom knettinum í mark Grindavíkur fyrir leikhlé, en skot hans fyrir utan vítateig hafði hins vegar viðkomu í Helga Sigurðssyni sem var rangstæður og markið því dæmt af. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir fengu nokkur góð tækifæri til að minnka muninn strax í upphafi, þá sérstaklega Arnar Gunnlaugsson sem hefði getað gert betur í sínum færum. En það var á 61.mínútu sem Valsarar brutu ísinn. Þá skoraði Atli Sveinn Þórarinsson með skalla eftir hornspyrnu. Eftir þetta urðu eflaust margir Grindvíkingar smeykir því flestir bjuggust við áframhaldandi stórsókn Vals. Það varð þó ekki raunin því sóknarleikur Vals var gjörsamlega bitlaus eftir að þeir skoruðu og Grindvíkingar náðu tökum á leiknum. Gilles Ondo gerði loks út um leikinn á 81.mínútu og tryggði Grindvíkingum um leið nokkuð sanngjarnan sigur sem kemur þeim úr fallsæti Pepsi-deildarinnar. Valsmenn sitja hins vegar í 6.sætinu og hafa eins og áður segir ekki unnið sigur í Pepsi-deildinni síðan 11.júlí, sem hlýtur að valda Hlíðarendapiltum áhyggjum.Grindavík - Valur 3-1 1-0 Bogi Rafn Einarsson (5.mín) 2-0 Páll Guðmundsson (17.mín) 2-1 Atli Sveinn Þórarinsson (61.mín) 3-1 Gilles Mbang Ondo (81.mín) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 514 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Óskar 2 - Kjartan 7 Horn: 8 - 10 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 13 Rangstöður: 0 – 2 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 7 Bogi Rafn Einarsson 7 (89 Emil Daði Símonarson -)Scott Ramsay 8 - Maður leiksins Eysteinn Húni Hauksson 5 (57 Tor Erik Moen 6) Páll Guðmundsson 6 (72 Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson Gilles Mbang Ondo 8 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 4 (58 Ian Jeffs 6) Reynir Leósson 4 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Matthías Guðmundsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Helgi Sigurðsson 4 Pétur Georg Markan 4 (72 Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavíkur - Valur Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu nokkuð sanngjarnan sigur á Valsmönnum í rokleik í Grindavík í kvöld. Þeir eru því komnir úr fallsæti Pepsi-deildarinnar og sitja með 15 stig í 9.sæti. Valsmenn hafa hinsvegar ekki unnið sigur síðan 11.júlí og sitja í 6.sæti deildarinnar. Grindvíkingar sóttu undan sterkum vindi í fyrri hálfleiknum. Þeir hófu leikinn betur og strax á 5.mínútu kom Bogi Rafn Einarsson þeim yfir með marki eftir hornspyrnu Scott Ramsay. Kjartan Sturluson markvörður Vals virtist hálf villtur í markteignum og Bogi var illa dekkaður af varnarmönnum Vals. Valsmenn settu meiri kraft í leik sinn eftir markið og náðu oft ágætum samspilsköflum. Það voru hinsvegar Grindvíkingar sem bættu við öðru marki á 17.mínútu. Scott Ramsay átti þá sendingu frá hægri, beint á kollinn á Páli Guðmudssyni sem var einmana á vítateigslínunni og skallaði boltann í boga yfir Kjartan í markinu. Kjartan stóð heldur framarlega en vindurinn hjálpaði Páli líklega aðeins. Valsmenn virtust slegnir eftir markið og Grindvíkingar þjörmuðu vel að þeim. Ramsay var þeirra hættulegastur og vörn Vals var engan vegin að finna sig í hálfleiknum. Arnar Gunnlaugsson kom knettinum í mark Grindavíkur fyrir leikhlé, en skot hans fyrir utan vítateig hafði hins vegar viðkomu í Helga Sigurðssyni sem var rangstæður og markið því dæmt af. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þeir fengu nokkur góð tækifæri til að minnka muninn strax í upphafi, þá sérstaklega Arnar Gunnlaugsson sem hefði getað gert betur í sínum færum. En það var á 61.mínútu sem Valsarar brutu ísinn. Þá skoraði Atli Sveinn Þórarinsson með skalla eftir hornspyrnu. Eftir þetta urðu eflaust margir Grindvíkingar smeykir því flestir bjuggust við áframhaldandi stórsókn Vals. Það varð þó ekki raunin því sóknarleikur Vals var gjörsamlega bitlaus eftir að þeir skoruðu og Grindvíkingar náðu tökum á leiknum. Gilles Ondo gerði loks út um leikinn á 81.mínútu og tryggði Grindvíkingum um leið nokkuð sanngjarnan sigur sem kemur þeim úr fallsæti Pepsi-deildarinnar. Valsmenn sitja hins vegar í 6.sætinu og hafa eins og áður segir ekki unnið sigur í Pepsi-deildinni síðan 11.júlí, sem hlýtur að valda Hlíðarendapiltum áhyggjum.Grindavík - Valur 3-1 1-0 Bogi Rafn Einarsson (5.mín) 2-0 Páll Guðmundsson (17.mín) 2-1 Atli Sveinn Þórarinsson (61.mín) 3-1 Gilles Mbang Ondo (81.mín) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 514 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Óskar 2 - Kjartan 7 Horn: 8 - 10 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 13 Rangstöður: 0 – 2 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 7 Bogi Rafn Einarsson 7 (89 Emil Daði Símonarson -)Scott Ramsay 8 - Maður leiksins Eysteinn Húni Hauksson 5 (57 Tor Erik Moen 6) Páll Guðmundsson 6 (72 Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Jóhann Helgason 5 Jósef Kristinn Jósefsson Gilles Mbang Ondo 8 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson 6 Steinþór Gíslason 4 (58 Ian Jeffs 6) Reynir Leósson 4 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Matthías Guðmundsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Helgi Sigurðsson 4 Pétur Georg Markan 4 (72 Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavíkur - Valur Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti