Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Blika á Fylki Elvar Geir Magnússon skrifar 6. ágúst 2009 18:15 Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Mynd/Stefán Breiðablik vann í kvöld verðskuldaðan 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvelli. Arnar Grétarsson skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en það mark var nokkuð skondið. Kópavogsvöllur var blautur og þónokkuð rok. Þessar erfiðu aðstæður höfðu bersýnilega áhrif á leikinn, sérstaklega til að byrja með. Fylkismenn byrjuðu talsvert betur og voru mun meira ógnandi. Þeir áttu góða samleikskafla og voru nálægt því að skapa sér opin færi. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn jafnaðist leikurinn hinsvegar út. Bæði lið reyndu mikið að notast við langskot sem markverðirnir áttu í nokkur skipti í smá vandræðum með enda völlurinn blautur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Blikar tóku svo forystuna í þeim síðari. Arnar átti fyrirgjöf ætlaða Guðmundi Péturssyni. Guðmundur náði þó ekki til knattarins en það skipti engu máli því hann flaug í hornið fjær. Spurningamerki má setja við markvörslu Ólafs Þórs Gunnarssonar. Eftir þetta mark tóku Blikar öll völd á vellinum og voru líklegri til að bæta við en Fylkismenn að jafna. Gestirnir vildu þó fá vítaspyrnu þegar Andrés Már Jóhannesson féll í teignum en Garðar Örn Hinriksson spjaldaði Andrés fyrir leikaraskap. Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í seinni hálfleik. Hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleiknum og fékk síðan ansi mikið svigrúm frá dómaranum þrátt fyrir að brjóta af sér þónokkrum sinnum. Þetta vakti litla kátínu hjá Blikum á bekknum. En þeir grænklæddu héldu áfram að vera betri og hefðu vel getað bætt við marki. Guðmundur Pétursson var virkilega sprækur og skapaði mikla ógn í sífellu. Breiðablik vann mikilvægan 1-0 sigur og náði að lyfta sér aðeins frá botninum en ekki er hægt að segja annað en að sigur liðsins hafi verið fyllilega verðskuldaður. Breiðablik - Fylkir 1-0 1-0 Arnar Grétarsson (52.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 686 Dómari: Garðar Örn Hinriksson 6 Skot (á mark): 14-6 (6-4) Varin skot: Ingvar 4 - Ólafur 5 Hornspyrnur: 7-6 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 20-11 Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 7 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 Arnar Grétarsson 8* - Maður leiksins (84. Haukur Baldvinsson) Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 Guðmundur Pétursson 8Fylkir 4-4-2 Ólafur Þór Gunnarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 6 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (67. Arnar Þór Úlfarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Jóhann Þórhallsson 6 (57. Kjartan Andri Baldvinsson 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44 Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld verðskuldaðan 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvelli. Arnar Grétarsson skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en það mark var nokkuð skondið. Kópavogsvöllur var blautur og þónokkuð rok. Þessar erfiðu aðstæður höfðu bersýnilega áhrif á leikinn, sérstaklega til að byrja með. Fylkismenn byrjuðu talsvert betur og voru mun meira ógnandi. Þeir áttu góða samleikskafla og voru nálægt því að skapa sér opin færi. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn jafnaðist leikurinn hinsvegar út. Bæði lið reyndu mikið að notast við langskot sem markverðirnir áttu í nokkur skipti í smá vandræðum með enda völlurinn blautur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Blikar tóku svo forystuna í þeim síðari. Arnar átti fyrirgjöf ætlaða Guðmundi Péturssyni. Guðmundur náði þó ekki til knattarins en það skipti engu máli því hann flaug í hornið fjær. Spurningamerki má setja við markvörslu Ólafs Þórs Gunnarssonar. Eftir þetta mark tóku Blikar öll völd á vellinum og voru líklegri til að bæta við en Fylkismenn að jafna. Gestirnir vildu þó fá vítaspyrnu þegar Andrés Már Jóhannesson féll í teignum en Garðar Örn Hinriksson spjaldaði Andrés fyrir leikaraskap. Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í seinni hálfleik. Hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleiknum og fékk síðan ansi mikið svigrúm frá dómaranum þrátt fyrir að brjóta af sér þónokkrum sinnum. Þetta vakti litla kátínu hjá Blikum á bekknum. En þeir grænklæddu héldu áfram að vera betri og hefðu vel getað bætt við marki. Guðmundur Pétursson var virkilega sprækur og skapaði mikla ógn í sífellu. Breiðablik vann mikilvægan 1-0 sigur og náði að lyfta sér aðeins frá botninum en ekki er hægt að segja annað en að sigur liðsins hafi verið fyllilega verðskuldaður. Breiðablik - Fylkir 1-0 1-0 Arnar Grétarsson (52.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 686 Dómari: Garðar Örn Hinriksson 6 Skot (á mark): 14-6 (6-4) Varin skot: Ingvar 4 - Ólafur 5 Hornspyrnur: 7-6 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 20-11 Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 7 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 Arnar Grétarsson 8* - Maður leiksins (84. Haukur Baldvinsson) Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 Guðmundur Pétursson 8Fylkir 4-4-2 Ólafur Þór Gunnarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 6 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (67. Arnar Þór Úlfarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Jóhann Þórhallsson 6 (57. Kjartan Andri Baldvinsson 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44 Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44
Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40