Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Blika á Fylki Elvar Geir Magnússon skrifar 6. ágúst 2009 18:15 Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Mynd/Stefán Breiðablik vann í kvöld verðskuldaðan 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvelli. Arnar Grétarsson skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en það mark var nokkuð skondið. Kópavogsvöllur var blautur og þónokkuð rok. Þessar erfiðu aðstæður höfðu bersýnilega áhrif á leikinn, sérstaklega til að byrja með. Fylkismenn byrjuðu talsvert betur og voru mun meira ógnandi. Þeir áttu góða samleikskafla og voru nálægt því að skapa sér opin færi. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn jafnaðist leikurinn hinsvegar út. Bæði lið reyndu mikið að notast við langskot sem markverðirnir áttu í nokkur skipti í smá vandræðum með enda völlurinn blautur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Blikar tóku svo forystuna í þeim síðari. Arnar átti fyrirgjöf ætlaða Guðmundi Péturssyni. Guðmundur náði þó ekki til knattarins en það skipti engu máli því hann flaug í hornið fjær. Spurningamerki má setja við markvörslu Ólafs Þórs Gunnarssonar. Eftir þetta mark tóku Blikar öll völd á vellinum og voru líklegri til að bæta við en Fylkismenn að jafna. Gestirnir vildu þó fá vítaspyrnu þegar Andrés Már Jóhannesson féll í teignum en Garðar Örn Hinriksson spjaldaði Andrés fyrir leikaraskap. Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í seinni hálfleik. Hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleiknum og fékk síðan ansi mikið svigrúm frá dómaranum þrátt fyrir að brjóta af sér þónokkrum sinnum. Þetta vakti litla kátínu hjá Blikum á bekknum. En þeir grænklæddu héldu áfram að vera betri og hefðu vel getað bætt við marki. Guðmundur Pétursson var virkilega sprækur og skapaði mikla ógn í sífellu. Breiðablik vann mikilvægan 1-0 sigur og náði að lyfta sér aðeins frá botninum en ekki er hægt að segja annað en að sigur liðsins hafi verið fyllilega verðskuldaður. Breiðablik - Fylkir 1-0 1-0 Arnar Grétarsson (52.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 686 Dómari: Garðar Örn Hinriksson 6 Skot (á mark): 14-6 (6-4) Varin skot: Ingvar 4 - Ólafur 5 Hornspyrnur: 7-6 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 20-11 Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 7 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 Arnar Grétarsson 8* - Maður leiksins (84. Haukur Baldvinsson) Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 Guðmundur Pétursson 8Fylkir 4-4-2 Ólafur Þór Gunnarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 6 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (67. Arnar Þór Úlfarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Jóhann Þórhallsson 6 (57. Kjartan Andri Baldvinsson 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44 Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld verðskuldaðan 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvelli. Arnar Grétarsson skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en það mark var nokkuð skondið. Kópavogsvöllur var blautur og þónokkuð rok. Þessar erfiðu aðstæður höfðu bersýnilega áhrif á leikinn, sérstaklega til að byrja með. Fylkismenn byrjuðu talsvert betur og voru mun meira ógnandi. Þeir áttu góða samleikskafla og voru nálægt því að skapa sér opin færi. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn jafnaðist leikurinn hinsvegar út. Bæði lið reyndu mikið að notast við langskot sem markverðirnir áttu í nokkur skipti í smá vandræðum með enda völlurinn blautur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Blikar tóku svo forystuna í þeim síðari. Arnar átti fyrirgjöf ætlaða Guðmundi Péturssyni. Guðmundur náði þó ekki til knattarins en það skipti engu máli því hann flaug í hornið fjær. Spurningamerki má setja við markvörslu Ólafs Þórs Gunnarssonar. Eftir þetta mark tóku Blikar öll völd á vellinum og voru líklegri til að bæta við en Fylkismenn að jafna. Gestirnir vildu þó fá vítaspyrnu þegar Andrés Már Jóhannesson féll í teignum en Garðar Örn Hinriksson spjaldaði Andrés fyrir leikaraskap. Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í seinni hálfleik. Hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleiknum og fékk síðan ansi mikið svigrúm frá dómaranum þrátt fyrir að brjóta af sér þónokkrum sinnum. Þetta vakti litla kátínu hjá Blikum á bekknum. En þeir grænklæddu héldu áfram að vera betri og hefðu vel getað bætt við marki. Guðmundur Pétursson var virkilega sprækur og skapaði mikla ógn í sífellu. Breiðablik vann mikilvægan 1-0 sigur og náði að lyfta sér aðeins frá botninum en ekki er hægt að segja annað en að sigur liðsins hafi verið fyllilega verðskuldaður. Breiðablik - Fylkir 1-0 1-0 Arnar Grétarsson (52.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 686 Dómari: Garðar Örn Hinriksson 6 Skot (á mark): 14-6 (6-4) Varin skot: Ingvar 4 - Ólafur 5 Hornspyrnur: 7-6 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 20-11 Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 7 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 Arnar Grétarsson 8* - Maður leiksins (84. Haukur Baldvinsson) Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 Guðmundur Pétursson 8Fylkir 4-4-2 Ólafur Þór Gunnarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 6 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 (67. Arnar Þór Úlfarsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Jóhann Þórhallsson 6 (57. Kjartan Andri Baldvinsson 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44 Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi „Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld. 6. ágúst 2009 21:44
Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0. 6. ágúst 2009 21:40