Erlent

Talíbanar á bak við árásina á lögregluskólann

Baitullah Mehsud.
Baitullah Mehsud.
Leiðtogi Talíbana í Pakistan segir samtök sín bera ábyrgð á morðárás á lögregluskóla í Lahore í gær. Átján féllu í árásinni, átta lögreglumenn, tveir almennir borgarar og átta árásarmenn. Níutíu og fimm særðust.

Breska ríkisútvarpið, BBC, náði í morgun tali af Baitullah Mehsud leiðtoga pakistanskra Talíbana. Hann sagði að árásin hefði verið gerði til að hefna fyrir fjölda loftárása Bandaríkjahers á pakistanskt landsvæði þar sem Talíbanar haldi til. Pakistönsk stjórnvöld hafi stutt þær aðgerðir.

Mehsud lýsti einnig tveimur öðrum mannskæðum árásum á hendur samtökum sínum og sagði að fleiri árásir yrðu gerðar meðan pakistanska stjórnin styddi áfram aðgerðir Bandaríkjamanna.


Tengdar fréttir

Átta stunda umsátur í Lahore

Hópur vígamanna réðst í gær með alvæpni inn í þjálfunarbúðir lögregluskóla í Pakistan og gengu þar berserksgang klukkustundum saman. Þeir hentu handsprengjum, tóku gísla og drápu að minnsta kosti átta lögreglumenn og þrjá óbreytta borgara áður en sérsveitarmönnum úr hernum tókst að yfirbuga þá.

Færri féllu í Pakistan en í fyrstu var talið

Blóðbað varð í lögregluskóla í Lahore í Pakistan í dag. Íslamistar gráir fyrir járnum réðust þar inn vopnaðir byssum og sprengjum. Pakistönsk yfirvöld segja Talíbana hafa verið að verki. Í fyrstu var talið að tugir hefðu fallið en pakistönsk yfirvöld segja að fjórtán hafi fallið. Árásin vekur spurningar um stöðugleika í kjarnorkuveldinu Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×