Erlent

Tuttugu manns létust í áhlaupi í Pakistan

Lögreglumaður í Lahore. Mynd/ AFP.
Lögreglumaður í Lahore. Mynd/ AFP.
Um tíu byssumenn réðust inn á lögregluskóla í Lahore i Pakistan í nótt og urðu 20 manns að bana. Lögreglan hefur handsamað einn þeirra en hermenn hafa umkringt skólann og berjast við 10 byssumenn sem enn eru inni í skólabyggingunni. Árásarmennirnir sem vopnaðir voru rifflum og handsprengjum fóru inn í lögregluskólann þegar tugir lögreglumanna voru að gera sig reiðubúna undir æfingu. Bardagar hafa staðið yfir í fjölmarga klukkutíma og hafa um nítíu manns særst í áhlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×