Fótbolti

Karel Bruckner hættur eftir 50 ár í boltanum

Nordic Photos/Getty Images

Karel Bruckner, fyrrum landsliðsþjálfari Tékka og Austurríkismanna í knattspyrnu, hefur ákveðið að fara á eftirlaun og hætta afskiptum af knattspyrnu.

Bruckner hefur starfað sem þjálfari allar götur frá því árið 1973, en þessa ákvörðun tekur hann nokkrum dögum eftir að hann sagði af sér sem landsliðsþjálfari Austurríkis.

Hinn 69 ára gamli Bruckner ætlaði upphaflega að hætta þjálfun eftir að tékkneska landsliðið féll úr leik á EM 2008 undir hans stjórn. Hann gat hinsvegar ekki hugsað sér að hætta á þeim nótum og tók því tilboði Austurríkismanna um að gerast landsliðsþjálfari.

Bruckner kom Tékkum á þrjú stórmót í tíð sinni sem landsliðsþjálfari þar sem liðið náði á EM 2004 og 2008 og á HM 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×