Enski boltinn

Anelka missir af bikarleiknum

Nordic Photos/Getty Images

Franski framherjinn Nicholas Anelka hjá Chelsea verður ekki með liði sínu þegar það mætir Coventry í fjórðungsúrslitum enska bikarsins á morgun. Anelka er meiddur á tá.

Bakvörðurinn Daniel Fox hjá Coventry getur ekki tekið þátt í leiknum vegna hnémeiðsla en framherjinn Leon Best, sem skoraði sigurmark liðsins gegn Blackburn í fimmtu umferðinni, er búinn að jafna sig eftir sýkingu í hálsi og spilar með grímu vegna brákaðs kinnbeins.

Þá verður Aron Gunnarsson væntanlega á sínum stað í liði Coventry, en þeir Ricardo Carvalho og Michael Essien hjá Chelsea verða tæplega klárir, enda nýbúnir að jafna sig af meiðslum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×