Enski boltinn

Carlo Ancelotti: Þetta var ekki auðvelt víti fyrir Frank

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard fagnar markinu sínu í kvöld.
Frank Lampard fagnar markinu sínu í kvöld. Mynd/AFP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var ánægður með Frank Lampard sem tryggði Chelsea 2-1 sigur á Portsmouth í kvöld með því að skora sigurmarkið úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta vítið sem Lampard tekur síðan að hann klikkaði á móti Manchester City á dögunum.

„Ég ber fullkomið traust til Franks því hann er mjög góð vítaskytta. Hann klikkaði kannski á móti City en hann er engu að síður besta vítaskyttan okkar," sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn.

„Þetta var mjög góð vítaspyrna sérstaklega vegna þess að hún var allt annað en auðveld fyrir hann. Það var mikil pressa á honum í þessu víti og hann stóðst hana vel," sagði Ancelotti.

Chelsea missti enn á ný niður forskot í þessum leik en náði að bjarga öllum stigunum þökk sér sterkum taugum hjá Frank Lampard.

„Við misstum einbeitinguna í fimmtán mínútur og áttum þá erfitt. Við áttum samt skilið að vinna leikinn en ég get ekki útskýrt þessa slæmu kafla okkar inn í leikjunum," sagði Carlo Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×