Miðjumenn segjast beittir rangfærslum 3. apríl 2009 05:30 Breytingar urðu á áformum um skipulag miðbæjarins á Selfossi og hefur sveitarfélagið ekki getað afhent umsaminn byggingarrétt á svæðinu.Fréttablaðið/E. Ól. „Sérlega ámælisvert er að kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Árborgar komi fram með þessum hætti þar sem öll gögn málsins liggja fyrir og eru honum kunn,“ segir Frans Jezorsky, einn eigenda Miðjunnar ehf., um oddvita minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Árborgar. Frans telur oddvita minnihlutans, Eyþór Arnalds, vísvitandi fara með rangt mál um stöðu lóðaviðskipta Miðjunnar við Árborg. Á árinu 2006 samdi Miðjan við sveitarfélagið um kaup á byggingarrétti fyrir um 8.800 fermetra í miðbæ Selfoss. Söluverðið var 45 milljónir króna. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lagði Eyþór til að milljónirnar 45 yrðu innheimtar enda væri upphæðin löngu gjaldfallin. Frans segir það rangt hjá Eyþóri. „Samkvæmt samningi milli aðila er umsamið að Miðjan greiði kaupverð byggingarréttarins þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt,“ segir Frans, sem bendir á að á árinu 2007 hafi Árborg ákveðið að deiliskipuleggja einungis hluta miðbæjarsvæðisins. „Deiliskipulagið gerir því ráð fyrir minna byggingarmagni heldur en áformað var þegar samningur milli aðila var gerður árið 2006. Það hafði í för með sér að sveitarfélagið hefur ekki enn getað afhent Miðjunni umræddan byggingarrétt. Kaupverð byggingarréttarins gjaldfellur því ekki fyrr en sú afhending hefur farið fram.“ Frans kveðst telja vinnubrögð minnihluta sjálfstæðismanna bera vott um þekkingarleysi og vankunnáttu á skipulagsmálum. „Þetta veldur vonbrigðum á þessum tímum þar sem ábyrg framkoma stjórnmálamanna er grunnforsenda þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er hér á landi,“ segir hann. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir bæinn ekki hafa getað afhent Miðjunni umsaminn byggingarrétt og því sé kaupverðið ekki gjaldfallið. „Við eigum hins vegar í viðræðum við Miðjuna um útfærslu á deiliskipulaginu,“ segir Ragnheiður. Eyþór Arnalds segir hins vegar að lögformlegu ferli sé löngu lokið og að ekkert sé eftir sem varði samninginn nema greiða bæjarfélaginu hina gömlu skuld: „Það virðist hins vegar eins og bæjaryfirvöld hafi engan áhuga á að innheimta þessar 45 milljónir en geti ekkert borið fyrir sig nema eigin slóðaskap. Á sama tíma eru íbúar rukkaðir af Intrum vegna þjónustugjalda en þessi stóri aðili látinn skulda án þess að skuldin sé innheimt með einum eða neinum hætti.“ gar@frettabladid.is Frans Jezorsky Eyþór Arnalds Ragnheiður Hergeirsdóttir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Sérlega ámælisvert er að kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Árborgar komi fram með þessum hætti þar sem öll gögn málsins liggja fyrir og eru honum kunn,“ segir Frans Jezorsky, einn eigenda Miðjunnar ehf., um oddvita minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Árborgar. Frans telur oddvita minnihlutans, Eyþór Arnalds, vísvitandi fara með rangt mál um stöðu lóðaviðskipta Miðjunnar við Árborg. Á árinu 2006 samdi Miðjan við sveitarfélagið um kaup á byggingarrétti fyrir um 8.800 fermetra í miðbæ Selfoss. Söluverðið var 45 milljónir króna. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lagði Eyþór til að milljónirnar 45 yrðu innheimtar enda væri upphæðin löngu gjaldfallin. Frans segir það rangt hjá Eyþóri. „Samkvæmt samningi milli aðila er umsamið að Miðjan greiði kaupverð byggingarréttarins þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt,“ segir Frans, sem bendir á að á árinu 2007 hafi Árborg ákveðið að deiliskipuleggja einungis hluta miðbæjarsvæðisins. „Deiliskipulagið gerir því ráð fyrir minna byggingarmagni heldur en áformað var þegar samningur milli aðila var gerður árið 2006. Það hafði í för með sér að sveitarfélagið hefur ekki enn getað afhent Miðjunni umræddan byggingarrétt. Kaupverð byggingarréttarins gjaldfellur því ekki fyrr en sú afhending hefur farið fram.“ Frans kveðst telja vinnubrögð minnihluta sjálfstæðismanna bera vott um þekkingarleysi og vankunnáttu á skipulagsmálum. „Þetta veldur vonbrigðum á þessum tímum þar sem ábyrg framkoma stjórnmálamanna er grunnforsenda þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er hér á landi,“ segir hann. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir bæinn ekki hafa getað afhent Miðjunni umsaminn byggingarrétt og því sé kaupverðið ekki gjaldfallið. „Við eigum hins vegar í viðræðum við Miðjuna um útfærslu á deiliskipulaginu,“ segir Ragnheiður. Eyþór Arnalds segir hins vegar að lögformlegu ferli sé löngu lokið og að ekkert sé eftir sem varði samninginn nema greiða bæjarfélaginu hina gömlu skuld: „Það virðist hins vegar eins og bæjaryfirvöld hafi engan áhuga á að innheimta þessar 45 milljónir en geti ekkert borið fyrir sig nema eigin slóðaskap. Á sama tíma eru íbúar rukkaðir af Intrum vegna þjónustugjalda en þessi stóri aðili látinn skulda án þess að skuldin sé innheimt með einum eða neinum hætti.“ gar@frettabladid.is Frans Jezorsky Eyþór Arnalds Ragnheiður Hergeirsdóttir
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira