Miðjumenn segjast beittir rangfærslum 3. apríl 2009 05:30 Breytingar urðu á áformum um skipulag miðbæjarins á Selfossi og hefur sveitarfélagið ekki getað afhent umsaminn byggingarrétt á svæðinu.Fréttablaðið/E. Ól. „Sérlega ámælisvert er að kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Árborgar komi fram með þessum hætti þar sem öll gögn málsins liggja fyrir og eru honum kunn,“ segir Frans Jezorsky, einn eigenda Miðjunnar ehf., um oddvita minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Árborgar. Frans telur oddvita minnihlutans, Eyþór Arnalds, vísvitandi fara með rangt mál um stöðu lóðaviðskipta Miðjunnar við Árborg. Á árinu 2006 samdi Miðjan við sveitarfélagið um kaup á byggingarrétti fyrir um 8.800 fermetra í miðbæ Selfoss. Söluverðið var 45 milljónir króna. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lagði Eyþór til að milljónirnar 45 yrðu innheimtar enda væri upphæðin löngu gjaldfallin. Frans segir það rangt hjá Eyþóri. „Samkvæmt samningi milli aðila er umsamið að Miðjan greiði kaupverð byggingarréttarins þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt,“ segir Frans, sem bendir á að á árinu 2007 hafi Árborg ákveðið að deiliskipuleggja einungis hluta miðbæjarsvæðisins. „Deiliskipulagið gerir því ráð fyrir minna byggingarmagni heldur en áformað var þegar samningur milli aðila var gerður árið 2006. Það hafði í för með sér að sveitarfélagið hefur ekki enn getað afhent Miðjunni umræddan byggingarrétt. Kaupverð byggingarréttarins gjaldfellur því ekki fyrr en sú afhending hefur farið fram.“ Frans kveðst telja vinnubrögð minnihluta sjálfstæðismanna bera vott um þekkingarleysi og vankunnáttu á skipulagsmálum. „Þetta veldur vonbrigðum á þessum tímum þar sem ábyrg framkoma stjórnmálamanna er grunnforsenda þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er hér á landi,“ segir hann. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir bæinn ekki hafa getað afhent Miðjunni umsaminn byggingarrétt og því sé kaupverðið ekki gjaldfallið. „Við eigum hins vegar í viðræðum við Miðjuna um útfærslu á deiliskipulaginu,“ segir Ragnheiður. Eyþór Arnalds segir hins vegar að lögformlegu ferli sé löngu lokið og að ekkert sé eftir sem varði samninginn nema greiða bæjarfélaginu hina gömlu skuld: „Það virðist hins vegar eins og bæjaryfirvöld hafi engan áhuga á að innheimta þessar 45 milljónir en geti ekkert borið fyrir sig nema eigin slóðaskap. Á sama tíma eru íbúar rukkaðir af Intrum vegna þjónustugjalda en þessi stóri aðili látinn skulda án þess að skuldin sé innheimt með einum eða neinum hætti.“ gar@frettabladid.is Frans Jezorsky Eyþór Arnalds Ragnheiður Hergeirsdóttir Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Sérlega ámælisvert er að kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Árborgar komi fram með þessum hætti þar sem öll gögn málsins liggja fyrir og eru honum kunn,“ segir Frans Jezorsky, einn eigenda Miðjunnar ehf., um oddvita minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Árborgar. Frans telur oddvita minnihlutans, Eyþór Arnalds, vísvitandi fara með rangt mál um stöðu lóðaviðskipta Miðjunnar við Árborg. Á árinu 2006 samdi Miðjan við sveitarfélagið um kaup á byggingarrétti fyrir um 8.800 fermetra í miðbæ Selfoss. Söluverðið var 45 milljónir króna. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku lagði Eyþór til að milljónirnar 45 yrðu innheimtar enda væri upphæðin löngu gjaldfallin. Frans segir það rangt hjá Eyþóri. „Samkvæmt samningi milli aðila er umsamið að Miðjan greiði kaupverð byggingarréttarins þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt,“ segir Frans, sem bendir á að á árinu 2007 hafi Árborg ákveðið að deiliskipuleggja einungis hluta miðbæjarsvæðisins. „Deiliskipulagið gerir því ráð fyrir minna byggingarmagni heldur en áformað var þegar samningur milli aðila var gerður árið 2006. Það hafði í för með sér að sveitarfélagið hefur ekki enn getað afhent Miðjunni umræddan byggingarrétt. Kaupverð byggingarréttarins gjaldfellur því ekki fyrr en sú afhending hefur farið fram.“ Frans kveðst telja vinnubrögð minnihluta sjálfstæðismanna bera vott um þekkingarleysi og vankunnáttu á skipulagsmálum. „Þetta veldur vonbrigðum á þessum tímum þar sem ábyrg framkoma stjórnmálamanna er grunnforsenda þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er hér á landi,“ segir hann. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir bæinn ekki hafa getað afhent Miðjunni umsaminn byggingarrétt og því sé kaupverðið ekki gjaldfallið. „Við eigum hins vegar í viðræðum við Miðjuna um útfærslu á deiliskipulaginu,“ segir Ragnheiður. Eyþór Arnalds segir hins vegar að lögformlegu ferli sé löngu lokið og að ekkert sé eftir sem varði samninginn nema greiða bæjarfélaginu hina gömlu skuld: „Það virðist hins vegar eins og bæjaryfirvöld hafi engan áhuga á að innheimta þessar 45 milljónir en geti ekkert borið fyrir sig nema eigin slóðaskap. Á sama tíma eru íbúar rukkaðir af Intrum vegna þjónustugjalda en þessi stóri aðili látinn skulda án þess að skuldin sé innheimt með einum eða neinum hætti.“ gar@frettabladid.is Frans Jezorsky Eyþór Arnalds Ragnheiður Hergeirsdóttir
Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira