Innlent

Óttast mótmæli hjá atvinnulausum

„Ég er smeykur um að við séum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu," segir Gísli Jökull Gíslason, ritstjóri Lögreglublaðsins, um mótmæli á Íslandi.

Með vaxandi atvinnuleysi komi ef til vill nýr hópur til mótmæla, örvæntingarfullt fólk og reitt. Mótmæli þess geti orðið hættulegri en þegar mótmælin voru annars vegar pólitísk og hins vegar með ofbeldismönnum.

„Hvorki aðgerðasinnar né ofbeldismennirnir höfðu misst eigur sínar þegar þeir mótmæltu og höfðu því kannski ekki mikla ástæðu til að vera reiðir. En atvinnulaust fólk, sem getur kannski ekki staðið undir afborgunum eða séð fjölskyldu sinni farborða, það gæti verið hættulegt," segir Gísli. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×