Fótbolti

Hægt að kjósa besta leikmann Mónakó-liðins í september

Óslar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta hefur verið erfið byrjun hjá Eiði Smára Guðjohnsen.
Þetta hefur verið erfið byrjun hjá Eiði Smára Guðjohnsen. Mynd/Arnþór

Heimasíða franska liðsins AS Mónakó er þessa stundina að fá gesti síðunnar til þess að kjósa besta leikmann liðsins í september. Kosningin stendur yfir þar til á miðnætti á þriðjudaginn 6.október. Það eru ekki miklar líkur á að okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen, fái þó mörg atkvæði enda hefur hann ekki fundið sig í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu.

Til þess að greiða manni atkvæði þarf að senda tölvupóst á joueurdumois@asm-fc.com og gefa upp nafn og símanúmer. Það er því nánast útilokað að hjálpa Eiði með nokkur atkvæði því viðkomandi þyrfti væntanlega alltaf að rökstyðja val sitt. Núll mörk og núll stoðsendingar á 252 mínútum og 3,3 í meðaleinkunn hjá France Football segir víst nánast alla söguna.

Hér er hægt að sjá myndband sem fer yfir skemmtilegustu stundir Mónakó-liðsins í september.

Nene var kosinn besti leikmaður AS Mónakó í ágústmánuði og hann kemur einnig til greina nú sem og fyrirliðinn Alejandro Alonso sem lagði upp bæði mörkin í 2-0 sigri á Paris St-Germain og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Nice.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×