Grunur beinist ekki að starfsmönnum KPMG og Price Waterhouse Coopers 1. október 2009 19:45 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Mynd/Daníel Rúnarsson Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna. 22 tóku þátt í húsleitinni hjá fyrirtækjunum tveimur, sex erlendir sérfræðingar, starfsmenn sérstaks saksóknara og tæknimenn frá lögreglu. Tekið var umtalsvert af vinnugögnum, skýrslum og rafrænum gögnum eins og bréfaskriftir á milli bankanna og fyrirtækjanna. KPMG og Price Waterhouse Coopers önnuðust ársreikninga Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Tilgangur leitarinnar var að afla sönnunargagna vegna rannsókna á sakarefnum sem tengjast bönkunum. Grunur leikur á um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum. Jean Michael Matt franskur sérhæfður réttarendurskoðandi skilaði inn skýrslu til embættisins í vor þar sem hann lagði til að gögn endurskoðunarfyrirtækja bankanna yrðu rannsökuð. „Enn sem komið er beinist ekki grunur að neinum innan endurskoðunarskrifstofanna. Þetta er fyrst og fremst í tengslum við rannsóknir þeirra mála sem þegar eru hafin og könnun á ársskýrslum bankanna," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Það er núna sem við höfum óskað eftir þessum úrskurðum byggðum á þeim gögnum sem við höfum fengið við fyrri rannsóknir," segir Ólafur Þór. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG segir engan starfsmann hafa verið kallaðan til yfirheyrslna vegna málsins og hann standi í þeirri trú að fyrirtækið hafi starfað samkvæmt lögum við gerð ársreikninga. Ekki náðist í framkvæmdastjóri Price Waterhouse Coopers. Tengdar fréttir Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22 Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna. 22 tóku þátt í húsleitinni hjá fyrirtækjunum tveimur, sex erlendir sérfræðingar, starfsmenn sérstaks saksóknara og tæknimenn frá lögreglu. Tekið var umtalsvert af vinnugögnum, skýrslum og rafrænum gögnum eins og bréfaskriftir á milli bankanna og fyrirtækjanna. KPMG og Price Waterhouse Coopers önnuðust ársreikninga Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Tilgangur leitarinnar var að afla sönnunargagna vegna rannsókna á sakarefnum sem tengjast bönkunum. Grunur leikur á um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum. Jean Michael Matt franskur sérhæfður réttarendurskoðandi skilaði inn skýrslu til embættisins í vor þar sem hann lagði til að gögn endurskoðunarfyrirtækja bankanna yrðu rannsökuð. „Enn sem komið er beinist ekki grunur að neinum innan endurskoðunarskrifstofanna. Þetta er fyrst og fremst í tengslum við rannsóknir þeirra mála sem þegar eru hafin og könnun á ársskýrslum bankanna," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Það er núna sem við höfum óskað eftir þessum úrskurðum byggðum á þeim gögnum sem við höfum fengið við fyrri rannsóknir," segir Ólafur Þór. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG segir engan starfsmann hafa verið kallaðan til yfirheyrslna vegna málsins og hann standi í þeirri trú að fyrirtækið hafi starfað samkvæmt lögum við gerð ársreikninga. Ekki náðist í framkvæmdastjóri Price Waterhouse Coopers.
Tengdar fréttir Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22 Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22
Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55