Grunur beinist ekki að starfsmönnum KPMG og Price Waterhouse Coopers 1. október 2009 19:45 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Mynd/Daníel Rúnarsson Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna. 22 tóku þátt í húsleitinni hjá fyrirtækjunum tveimur, sex erlendir sérfræðingar, starfsmenn sérstaks saksóknara og tæknimenn frá lögreglu. Tekið var umtalsvert af vinnugögnum, skýrslum og rafrænum gögnum eins og bréfaskriftir á milli bankanna og fyrirtækjanna. KPMG og Price Waterhouse Coopers önnuðust ársreikninga Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Tilgangur leitarinnar var að afla sönnunargagna vegna rannsókna á sakarefnum sem tengjast bönkunum. Grunur leikur á um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum. Jean Michael Matt franskur sérhæfður réttarendurskoðandi skilaði inn skýrslu til embættisins í vor þar sem hann lagði til að gögn endurskoðunarfyrirtækja bankanna yrðu rannsökuð. „Enn sem komið er beinist ekki grunur að neinum innan endurskoðunarskrifstofanna. Þetta er fyrst og fremst í tengslum við rannsóknir þeirra mála sem þegar eru hafin og könnun á ársskýrslum bankanna," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Það er núna sem við höfum óskað eftir þessum úrskurðum byggðum á þeim gögnum sem við höfum fengið við fyrri rannsóknir," segir Ólafur Þór. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG segir engan starfsmann hafa verið kallaðan til yfirheyrslna vegna málsins og hann standi í þeirri trú að fyrirtækið hafi starfað samkvæmt lögum við gerð ársreikninga. Ekki náðist í framkvæmdastjóri Price Waterhouse Coopers. Tengdar fréttir Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22 Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna. 22 tóku þátt í húsleitinni hjá fyrirtækjunum tveimur, sex erlendir sérfræðingar, starfsmenn sérstaks saksóknara og tæknimenn frá lögreglu. Tekið var umtalsvert af vinnugögnum, skýrslum og rafrænum gögnum eins og bréfaskriftir á milli bankanna og fyrirtækjanna. KPMG og Price Waterhouse Coopers önnuðust ársreikninga Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Tilgangur leitarinnar var að afla sönnunargagna vegna rannsókna á sakarefnum sem tengjast bönkunum. Grunur leikur á um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum. Jean Michael Matt franskur sérhæfður réttarendurskoðandi skilaði inn skýrslu til embættisins í vor þar sem hann lagði til að gögn endurskoðunarfyrirtækja bankanna yrðu rannsökuð. „Enn sem komið er beinist ekki grunur að neinum innan endurskoðunarskrifstofanna. Þetta er fyrst og fremst í tengslum við rannsóknir þeirra mála sem þegar eru hafin og könnun á ársskýrslum bankanna," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Það er núna sem við höfum óskað eftir þessum úrskurðum byggðum á þeim gögnum sem við höfum fengið við fyrri rannsóknir," segir Ólafur Þór. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG segir engan starfsmann hafa verið kallaðan til yfirheyrslna vegna málsins og hann standi í þeirri trú að fyrirtækið hafi starfað samkvæmt lögum við gerð ársreikninga. Ekki náðist í framkvæmdastjóri Price Waterhouse Coopers.
Tengdar fréttir Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22 Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22
Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55