Grunur beinist ekki að starfsmönnum KPMG og Price Waterhouse Coopers 1. október 2009 19:45 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Mynd/Daníel Rúnarsson Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna. 22 tóku þátt í húsleitinni hjá fyrirtækjunum tveimur, sex erlendir sérfræðingar, starfsmenn sérstaks saksóknara og tæknimenn frá lögreglu. Tekið var umtalsvert af vinnugögnum, skýrslum og rafrænum gögnum eins og bréfaskriftir á milli bankanna og fyrirtækjanna. KPMG og Price Waterhouse Coopers önnuðust ársreikninga Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Tilgangur leitarinnar var að afla sönnunargagna vegna rannsókna á sakarefnum sem tengjast bönkunum. Grunur leikur á um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum. Jean Michael Matt franskur sérhæfður réttarendurskoðandi skilaði inn skýrslu til embættisins í vor þar sem hann lagði til að gögn endurskoðunarfyrirtækja bankanna yrðu rannsökuð. „Enn sem komið er beinist ekki grunur að neinum innan endurskoðunarskrifstofanna. Þetta er fyrst og fremst í tengslum við rannsóknir þeirra mála sem þegar eru hafin og könnun á ársskýrslum bankanna," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Það er núna sem við höfum óskað eftir þessum úrskurðum byggðum á þeim gögnum sem við höfum fengið við fyrri rannsóknir," segir Ólafur Þór. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG segir engan starfsmann hafa verið kallaðan til yfirheyrslna vegna málsins og hann standi í þeirri trú að fyrirtækið hafi starfað samkvæmt lögum við gerð ársreikninga. Ekki náðist í framkvæmdastjóri Price Waterhouse Coopers. Tengdar fréttir Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22 Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna. 22 tóku þátt í húsleitinni hjá fyrirtækjunum tveimur, sex erlendir sérfræðingar, starfsmenn sérstaks saksóknara og tæknimenn frá lögreglu. Tekið var umtalsvert af vinnugögnum, skýrslum og rafrænum gögnum eins og bréfaskriftir á milli bankanna og fyrirtækjanna. KPMG og Price Waterhouse Coopers önnuðust ársreikninga Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Tilgangur leitarinnar var að afla sönnunargagna vegna rannsókna á sakarefnum sem tengjast bönkunum. Grunur leikur á um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum. Jean Michael Matt franskur sérhæfður réttarendurskoðandi skilaði inn skýrslu til embættisins í vor þar sem hann lagði til að gögn endurskoðunarfyrirtækja bankanna yrðu rannsökuð. „Enn sem komið er beinist ekki grunur að neinum innan endurskoðunarskrifstofanna. Þetta er fyrst og fremst í tengslum við rannsóknir þeirra mála sem þegar eru hafin og könnun á ársskýrslum bankanna," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Það er núna sem við höfum óskað eftir þessum úrskurðum byggðum á þeim gögnum sem við höfum fengið við fyrri rannsóknir," segir Ólafur Þór. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG segir engan starfsmann hafa verið kallaðan til yfirheyrslna vegna málsins og hann standi í þeirri trú að fyrirtækið hafi starfað samkvæmt lögum við gerð ársreikninga. Ekki náðist í framkvæmdastjóri Price Waterhouse Coopers.
Tengdar fréttir Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22 Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu. 1. október 2009 13:22
Húsleitir hjá PWC og KPMG Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja 1. október 2009 12:55