Erlent

Kreppan mun dýpri

Efnahagskreppa heimsins mun dýpka enn meira og batinn verða hægur. Þetta segir í hálfsársskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem kynnt var í gær. Þar segir að fátt bendi til að stöðugleika megi vænta í allra næstu framtíð.

Spá AGS er talsvert dekkri en birt var í janúar en þar var reiknað með að hagvöxtur á heimsvísu myndi dragast saman um 0,5 prósent á árinu. Samdrátturinn nú hljóðar hins vegar upp á 1,3 prósent. Til betri vegar horfi á næsta ári þegar hann verður jákvæður um 1,9 prósent. Á sama tíma í fyrra ríkti öllu meiri bjartsýni í herbúðum AGS, sem reiknaði með 3,8 prósenta hagvexti á þessu ári.

Oliver Blanchard, aðalhagfræðingur AGS, sagði á blaðamannafundi sjóðsins í Washington í gær, viðsnúning efnahagslífsins hvíla á herðum Bandaríkjanna. Efnahagsbati þar muni fljótlega smita út frá sér til flestra landa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×