Innlent

Málningu skvett í þriðja sinn á hús Hreiðars Más

Rauðri málningu var skvett í nótt á einbýlishús Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrum forstjóra Kaupþings. Er þetta í þriðja sinn síðan í ágúst sem málningu er skvett á þetta hús Hreiðars Más.

 

Lögreglan rannsakar málið en síðast var skvett málningu á hús Hreiðars Más aðfararnótt 14. ágúst s.l. og var það annað skiptið sem slíkt hafði gerst á skömmum tíma. Þá nótt fékk hús Karls Wernerssonar einnig málningarslettur.

 

Myndin sem fylgir með fréttinni var send á ritstjórn vísir.is af einhverjum sem kallar sig skap ofsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×